Monthly Archives: February 2018

Aðalfundur LÍSU 2018 haldinn 22. febrúar

Aðalfundur LÍSU samtakanna verður haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2018 hjá Verkís verkfræðistofu, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.  Félagsmenn LÍSU fá sent fundarboð fyrir aðalfundinn.
Stjórnarseta: Fulltrúar og viðbótarfulltrúar eru kjörgengir í stjórn samtakanna og eru þeir sem áhuga hafa á stjórnarsetu beðnir um hafa samband við skrifstofu LÍSU.
Á heimasíðu samtakanna eru upplýsingar um liðna atburði og erindi frá ráðstefnum síðasta árs.
Unnið er að skipulagi námskeiða, samráðsfunda og annarra viðburða á vegum samtakanna. Dagskrá atburða ársins verður kynnt fljótlega.