Monthly Archives: March 2018

LÍSUFRÉTTIR mars 2018

Samtökin kynna dagskrá helstu viðburða ársins.

Verið er að skipuleggja samráðsfundi og stutta fundi um afmörkuð málefni. Þetta verður kynnt fyrir félagsmönnum á næstunni.
Vekjum athygli á hnitmiðuðum námskeiðum á vormisseri. Athugið lágmarksfjöldi þátttakenda eru átta manns og hámarksfjöldi er 12 manns.
1. Aðalfundur var haldinn 22. febrúar sl. og var stjörn LÍSU öll endurkjörin. Ársreikningar og
     skýrslur stjórnar og vinnunefnda afgreiddar og lögð fram almenn stefnumörkun.
    Gögn fundarinsverða aðgengileg fyrir félagsmenn á heimasíðu samtakanna.
2. Fjölbreytt erindi frá jólaráðstefnu LÍSU eru aðgegngileg á heimasíðu samtakanna.
2. Grunnnámskeið í QGIS
     Haldið þann 17. apríl í Háskóla Íslands kl 9:30-16:00
     Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en
     vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS
3. Högun gagnagrunna
    Haldið þriðjudaginn 15. maí  í Háskóla Íslands kl 13:00-16:30
    Farið verður yfir grundvallaratriði í skipulagi og högun gagnagrunna, með áherslu á
    venslagagnagrunna og landupplýsingar.
4. Ráðstefna 31. maí Gagnasamskipti.
    Hver er staðan? Hvað þarf að gera? Félagsmenn eru hér með hvattir til að senda inn tillögur
    um erindi.
5. Haustráðstefna LÍSU verður haldin 26. október. Takið daginn frá!