Norrænt námskeið í kortagerð

GI Norden samstarfsvettvangur norrænna LÍSU samtaka, heldur námskeið í kortagerð í Tønsberg, 25 -27 september. Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna með landupplýsingar hjá sveitarfélögum, stofnunum og einkafyrirtækjum. Fyrirlestrar verða á norsku og sænsku. Tønsberg, er í um 1,5 klukkutíma lestarferð frá Osló.  Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði kortagerðar, alhæfingu, einföldun og  vefgáttir.
Lokafrestur til skráningar er 12. ágúst.