Námskeið um skipulag og högun gagnagrunna 11. apríl

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun venslagagnagrunna og þurfa á víðari skilningi á skipulagi þeirra að halda. Þekking á SQL fyrirspurnum er kostur.

Farið verður yfir grunnatriði í skipulagi og högun gagnagrunna, með áherslu á venslagagnagrunna og landupplýsingar

Nánari efnistök: 
Yfirlit yfir helstu gerðir gagnagrunna, notkun og tól, mismunandi hlutverk gagnagrunna og högun.
Grunneiningar í venslagagnagrunnum, töflur, sýnir, gikkir, föll og vensl.
Skipulag gagna í gagnagrunni, réttileiki, breytingasaga, útgáfustýring og gagnagæði.
Geymsla, vinnsla og umsýsla landupplýsinga í gagnagrunnum.

Staður og stund

Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 11. april í Háskóla Íslands. Kl 9:00-16:00.

Leiðbeinandi er Tryggvi Hjörvar, gagnagrunnssérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Lágmarksfjöldi þátttakenda er 8 manns og hámark 13 manns. Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið vinsamlegast beðnir um að tilkynna um þátttöku eins fljótt og unnt er. Skráning er bindandi frá og með 5. apríl

Þátttökugjöld:

LÍSU félagar:      kr  56.000

Skráning: lisa@landupplysingar.is