Námskeið um verklag og vandaðar landmælingar 13. nóvember


Grunnatriði fyrir vandaðar og  nákvæmar landmælingar,
vélstýringu og afhendingu gagna
Námskeið ætlað þeim sem vinna við eða hafa umsjón með GPS/GNSS landmælingum
Haldið miðvikudaginn 13. nóvember 2019,
kl. 9:00-16:30 í  Háskóla Íslands

Á námskeiðinu verður farið yfir lykilatriði fyrir nákvæmar og vandaðar landmælingar við ólíkar aðstæður og á ólíkum svæðum á landinu. Farið verður yfir grundvallarþætti við val á tækjum og aðferðum eftir aðstæðum hverju sinni. Áhersla lögð á atriði sem skipta máli fyrir nákvæmni í mælingavinnu og farið í hvernig mmeðhööndla á gögn og skila.

Á námskeiðinu verður samtvinnuð fagleg yfirferð og verkleg kennsla í notkun mælingatækja.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:
Páll Bjarnason, Eflu, Rúnar G. Valdimarsson, Mannviti og Skúli Pálsson, Verkís

Nánari efnistök:

 • Helstu hnitakerfi/hæðarkerfi og mismun þeirra,
 • Hvað ber að varast? Atriði sem oft misfarist í mælingum
 • Grunnatriði fyrir vandaðar og nákvæmar mælingar við ólíkar aðstæður og mismunandi svæði á landinu
 • Staðbundna áttun (local calibrating) í landmælingum og þýðingu hennar
 •   Vélstýring
 •   Umsjón, frágangur og afhending gagna

Færni og þekking þín að námskeiði loknu:

 • Þekking á kostum og göllum ólíkra aðferða sem eru notaðar við landmælingar
 • Færni í notkun algengustu mælitækja við mismunandi aðstæður og skilyrði hér á landi
 • Góður skilningur á algengar skekkjur sem þarf að varast
 • Hafir skilning á vönduðu verklagi
 • Góð yfirsýn á samhengi hinna ýmsu aðgerða í mælingavinnu og gagnaöflunar
 • Skilningur á frágangi og afhendingu gagna
 • Námskeiðið verður haldið 13. nóvember í Háskóla Íslands kl. 9:00-16:30.
 • Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við eða hafa umsjón með GPS landmælingum og hafa einhverja reynslu af landmælingum.

Athugið!
Þátttakendur þurfa að hafa með sér GPS/GNSS mælitæki. (2-3 þátttakendur geta sameinast um eitt tæki).  Æskilegt er að þátttakendur hafi einhverja reynslu af landmælingum.

Innifalið:
Kaffi og meðlæti og hádegismatur, viðurkenningarskjal fyrir þátttöku og námskeiðsgögn

Verð:
LÍSU félagar        50.000 kr.  Námskeiðið er haldið fyrir félagsmenn í LÍSU
Nánari upplýsingar um hverjir eru félagar á skrifstofu LÍSU
Skráning : lisa@landupplysingar.is


Vinsamlegast sendið auglýsinguna áfram til annarra sem kynnu að hafa áhuga