Dagskrá haustráðstefnu LÍSU 2019

Dagskrá haustráðstefnu LÍSU 31. október 2019
Hótel Natúra (Hótel Loftleiðir)

Erindi frá ráðstefnunni  

DAGSKRÁ                                 Nánari lýsing á erindum
9:00-10:15    Fundur A 
Setning ráðstefnu

Þórdís Sigurgestsdóttir, formaður LÍSU samtakanna
Ávarp
Áskoranir í landupplýsingamálum
Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, LÍSU samtökin

Ný grunngögn af Íslandi-Horfir til betri tíma?
Eydís Líndal,  Landmælingar íslands

Hver ber ábyrgð á hverju?  Um verkefni sem falla undir INSPIRE viðauka III
Þorvaldur Bragason, Orkustofnun

10:20-10:50  Kaffihlé og sýning
10:50-12:20 Fundur B
Loftslag, landslag, lýðheilsa Viðauki við

Landskipulagsstefnu 2015-2026
Hrafnhildur Bragadóttir,Skipulagsstofnun
Að skipta landinu upp í 200 (tiltölulega) jafn fjölmenn hagskýrslusvæði: Helstu sjónarmið og áskoranir við afmörkun smásvæða í landsvæðaflokkun Hagstofunnar

Ómar Harðarson, Hagstofa Íslands
Birting rauntímamæligagna á korti
Þórarinn Örn Andresson, Vista
Skýjaborgir – Gögn um eignasöfn sótt í skýið
Ragnar Hólm Gunnarsson, Mainmanager
12:20-13:20  Hádegishlé og sýning

13:20-14:50 Fundur C
Not landupplýsinga- nýtt leiðakerfi
Ragnheiður Einarsdóttir, Strætó
Reynsla af eftirliti með flugvéladróna frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu
Marvin Ingólfsson, Landhelgisgæslan
AI and national level projects
Helgi Svanur Haraldsson, Advania
14:30-15:00 Afmæliskaffi LÍSU

15:00-16:00 D Fundur
Automated and periodical large scale LULC classification using AI
Sydney Gunnarsson, Svarmi
BIM verkflæði og SAGIS landupplýsingakerfi

Jens Hallkvist, NTI A/S
Kortagerð sem myndlist

Rúrí myndlistamaður

Þátttökugjöld og skráning

Sýnendur :

LÍSUFRÉTTIR október 2019


Dagskrá haustráðstefnu LÍSU 2019
Okkur er ánægja að kynna fjölbreytta dagskrá haustráðstefnunnar, sem endurspeglar þá nýju tíma, þar sem landupplýsingar eru lykilgögn tækni í sjálfvirkni og vöktunar umhverfis
Dagskrá haustráðstefnu LÍSU
Nánar upplýsingar um erindin
Skráning ráðstefnugesta

Samráðsfundur LÍSU félaga
Haldinn mánudaginn 14. október hjá Vegagerðinni, Borgartúni 5-7, kl. 10-12.
Fjarfundabúnaður á staðnum
Samráðsfundur LÍSU félaga

Mælinganámskeið 13. nóvember
Grunnatriði fyrir vandaðar og  nákvæmar landmælingar,
vélstýringu og afhendingu gagna
Námskeið ætlað þeim sem vinna við eða hafa umsjón með
GPS/GNSS landmælingum
Haldið miðvikudaginn 13. nóvember 2019, kl. 9:00-16:30 í  Háskóla Íslands

Nefndarstarf og faghópar á vegum LÍSU

Þegar félagsmenn óska eftir að unnið verði sérstaklega með ákveðið viðfangsefni er myndaður vinnuhópur um málefnið, skipaður fólki úr ólíkum áttum með ólíka sýn á viðfangsefnið,

Á vegum LÍSU eru starfandi vinnunefndir, skipaðar fulltrúum frá helstu notendum á sviði landupplýsinga. Nefndirnar vinna að ýmsum samræmingarverkefnum eins og samræmi í verklagi við mælingar, skilgreingar hugtaka, menntamál og gagnasamskipti.

Hafið samband ef þið hafið málefni sem  sem ástæða er til að taka utan um í  vinnuhópi LÍSU.

Námskeið um verklag og vandaðar landmælingar 13. nóvember


Grunnatriði fyrir vandaðar og  nákvæmar landmælingar,
vélstýringu og afhendingu gagna
Námskeið ætlað þeim sem vinna við eða hafa umsjón með GPS/GNSS landmælingum
Haldið miðvikudaginn 13. nóvember 2019,
kl. 9:00-16:30 í  Háskóla Íslands

Á námskeiðinu verður farið yfir lykilatriði fyrir nákvæmar og vandaðar landmælingar við ólíkar aðstæður og á ólíkum svæðum á landinu. Farið verður yfir grundvallarþætti við val á tækjum og aðferðum eftir aðstæðum hverju sinni. Áhersla lögð á atriði sem skipta máli fyrir nákvæmni í mælingavinnu og farið í hvernig mmeðhööndla á gögn og skila.

Á námskeiðinu verður samtvinnuð fagleg yfirferð og verkleg kennsla í notkun mælingatækja.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:
Páll Bjarnason, Eflu, Rúnar G. Valdimarsson, Mannviti og Skúli Pálsson, Verkís

Nánari efnistök:

 • Helstu hnitakerfi/hæðarkerfi og mismun þeirra,
 • Hvað ber að varast? Atriði sem oft misfarist í mælingum
 • Grunnatriði fyrir vandaðar og nákvæmar mælingar við ólíkar aðstæður og mismunandi svæði á landinu
 • Staðbundna áttun (local calibrating) í landmælingum og þýðingu hennar
 •   Vélstýring
 •   Umsjón, frágangur og afhending gagna

Færni og þekking þín að námskeiði loknu:

 • Þekking á kostum og göllum ólíkra aðferða sem eru notaðar við landmælingar
 • Færni í notkun algengustu mælitækja við mismunandi aðstæður og skilyrði hér á landi
 • Góður skilningur á algengar skekkjur sem þarf að varast
 • Hafir skilning á vönduðu verklagi
 • Góð yfirsýn á samhengi hinna ýmsu aðgerða í mælingavinnu og gagnaöflunar
 • Skilningur á frágangi og afhendingu gagna
 • Námskeiðið verður haldið 13. nóvember í Háskóla Íslands kl. 9:00-16:30.
 • Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við eða hafa umsjón með GPS landmælingum og hafa einhverja reynslu af landmælingum.

Athugið!
Þátttakendur þurfa að hafa með sér GPS/GNSS mælitæki. (2-3 þátttakendur geta sameinast um eitt tæki).  Æskilegt er að þátttakendur hafi einhverja reynslu af landmælingum.

Innifalið:
Kaffi og meðlæti og hádegismatur, viðurkenningarskjal fyrir þátttöku og námskeiðsgögn

Verð:
LÍSU félagar        50.000 kr.  Námskeiðið er haldið fyrir félagsmenn í LÍSU
Nánari upplýsingar um hverjir eru félagar á skrifstofu LÍSU
Skráning : lisa@landupplysingar.is


Vinsamlegast sendið auglýsinguna áfram til annarra sem kynnu að hafa áhuga

Viltu taka þátt í starfi LÍSU?

Starf LÍSU snýst um að auka aðgengi að og samnýtingu landupplýsinga, en landupplýsingar eru upplýsingar tengdar staðsetningu. Það eru meðal annars grunngögn um mannvirki og náttúru. Nauðsynegt er að til séu nákvæm gögn fyrir vöktun, landmælingar, rannsóknir og framkvæmdir í umhverfi okkar. Þá er aukin sjálvirkni orðin hluti af daglegu lífi okkar og fyrir aukna notkun skynjara og sjálfvirkni þarf nákvæm landfræðileg gögn. Landupplýsingar verða til all staðar í samfélaginu og þess vegna þarf heildstæða sýn og aðkomu margra ábyrgðaaðila að málaflokknum. 
LÍSU samtökin eru einu frjálsu félagasamtökin á Íslandi sem hafa það að markmiði að efla samstarf aðila með landupplýsingar og stuðla að aukinni útbreiðslu, notkun og samnýtingu gagna. Mikilvægur þáttur í samstarfinu er að miðla af reynslu og skýra verkferla fyrir samskipti með gögn. Þetta er brýnt viðfangsefni því ónákvæm gögn og óljósir verkferlar fela í sér meiri tíma í vinnu en annars þyrfti og oft erfitt mat á fyrirliggjandi gögnum. Athuganir erlendis sýna t.d. að með góðum og nákvæmum grunngögnum er hægt að lækka byggingakostnað verulega.

Með þátttöku í starfi LÍSU ertu að efla frjálsan vettvang notenda landupplýsinga og stuðla að framgangi landupplýsinga á Íslandi í allra þágu.

Nánari  upplýsingar  um LÍSU

Haustráðstefna LÍSU 2019 Hótel Natura

Haustráðstefna LÍSU verður haldin fimmtudaginn 31. október á Hótel Natura, Reykjavík. Takið daginn frá!
Ráðstefnan verður allan daginn. Við horfum vítt yfir sjónarsviðið á ólík viðfangsefni eins og aðgengi að gögnum, skipulag, gervigreind, sjálfvirkni, dróna og snjallsamfélagið.
Þegar eru komin inn áhugaverð erindi, meðal annars  frá nýjum félögum í samtökunum.
Við erum enn að taka við tillögum um erindi sem þið viljið koma á framfæri og kynna fyrir notendum.
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu verða birtar fljótlega.
Sendið inn tillögur um erindi á netfangið: lisa@landupplysingar.is