LÍSUFRÉTTIR október 2019


Dagskrá haustráðstefnu LÍSU 2019
Okkur er ánægja að kynna fjölbreytta dagskrá haustráðstefnunnar, sem endurspeglar þá nýju tíma, þar sem landupplýsingar eru lykilgögn tækni í sjálfvirkni og vöktunar umhverfis
Dagskrá haustráðstefnu LÍSU
Nánar upplýsingar um erindin
Skráning ráðstefnugesta

Samráðsfundur LÍSU félaga
Haldinn mánudaginn 14. október hjá Vegagerðinni, Borgartúni 5-7, kl. 10-12.
Fjarfundabúnaður á staðnum
Samráðsfundur LÍSU félaga

Mælinganámskeið 13. nóvember
Grunnatriði fyrir vandaðar og  nákvæmar landmælingar,
vélstýringu og afhendingu gagna
Námskeið ætlað þeim sem vinna við eða hafa umsjón með
GPS/GNSS landmælingum
Haldið miðvikudaginn 13. nóvember 2019, kl. 9:00-16:30 í  Háskóla Íslands

Nefndarstarf og faghópar á vegum LÍSU

Þegar félagsmenn óska eftir að unnið verði sérstaklega með ákveðið viðfangsefni er myndaður vinnuhópur um málefnið, skipaður fólki úr ólíkum áttum með ólíka sýn á viðfangsefnið,

Á vegum LÍSU eru starfandi vinnunefndir, skipaðar fulltrúum frá helstu notendum á sviði landupplýsinga. Nefndirnar vinna að ýmsum samræmingarverkefnum eins og samræmi í verklagi við mælingar, skilgreingar hugtaka, menntamál og gagnasamskipti.

Hafið samband ef þið hafið málefni sem  sem ástæða er til að taka utan um í  vinnuhópi LÍSU.

Námskeið um verklag og vandaðar landmælingar 13. nóvember


Grunnatriði fyrir vandaðar og  nákvæmar landmælingar,
vélstýringu og afhendingu gagna
Námskeið ætlað þeim sem vinna við eða hafa umsjón með GPS/GNSS landmælingum
Haldið miðvikudaginn 13. nóvember 2019,
kl. 9:00-16:30 í  Háskóla Íslands

Á námskeiðinu verður farið yfir lykilatriði fyrir nákvæmar og vandaðar landmælingar við ólíkar aðstæður og á ólíkum svæðum á landinu. Farið verður yfir grundvallarþætti við val á tækjum og aðferðum eftir aðstæðum hverju sinni. Áhersla lögð á atriði sem skipta máli fyrir nákvæmni í mælingavinnu og farið í hvernig mmeðhööndla á gögn og skila.

Á námskeiðinu verður samtvinnuð fagleg yfirferð og verkleg kennsla í notkun mælingatækja.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:
Páll Bjarnason, Eflu, Rúnar G. Valdimarsson, Mannviti og Skúli Pálsson, Verkís

Nánari efnistök:

 • Helstu hnitakerfi/hæðarkerfi og mismun þeirra,
 • Hvað ber að varast? Atriði sem oft misfarist í mælingum
 • Grunnatriði fyrir vandaðar og nákvæmar mælingar við ólíkar aðstæður og mismunandi svæði á landinu
 • Staðbundna áttun (local calibrating) í landmælingum og þýðingu hennar
 •   Vélstýring
 •   Umsjón, frágangur og afhending gagna

Færni og þekking þín að námskeiði loknu:

 • Þekking á kostum og göllum ólíkra aðferða sem eru notaðar við landmælingar
 • Færni í notkun algengustu mælitækja við mismunandi aðstæður og skilyrði hér á landi
 • Góður skilningur á algengar skekkjur sem þarf að varast
 • Hafir skilning á vönduðu verklagi
 • Góð yfirsýn á samhengi hinna ýmsu aðgerða í mælingavinnu og gagnaöflunar
 • Skilningur á frágangi og afhendingu gagna
 • Námskeiðið verður haldið 13. nóvember í Háskóla Íslands kl. 9:00-16:30.
 • Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við eða hafa umsjón með GPS landmælingum og hafa einhverja reynslu af landmælingum.

Athugið!
Þátttakendur þurfa að hafa með sér GPS/GNSS mælitæki. (2-3 þátttakendur geta sameinast um eitt tæki).  Æskilegt er að þátttakendur hafi einhverja reynslu af landmælingum.

Innifalið:
Kaffi og meðlæti og hádegismatur, viðurkenningarskjal fyrir þátttöku og námskeiðsgögn

Verð:
LÍSU félagar        50.000 kr.  Námskeiðið er haldið fyrir félagsmenn í LÍSU
Nánari upplýsingar um hverjir eru félagar á skrifstofu LÍSU
Skráning : lisa@landupplysingar.is


Vinsamlegast sendið auglýsinguna áfram til annarra sem kynnu að hafa áhuga