Category Archives: Viðburður

Haustráðstefna LÍSU 2016, 20. október

Hinn árlegi viðburður Haustráðstefna LÍSU samtakanna verður í ár haldin fimmtudaginn 20. október  á Center Plaza Hotel, Aðalstræti 4, Reykjavík.

Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir notendur til að hittast og miðla af reynslu sinni og kynnast nýjungum í þróun búnaðar og verkefna á sviði landupplýsinga. Samhliða ráðstefnunni verður boðið upp á sýningu á nýjum verkefnum og búnaði og lausnum.

Þeir sem vinna með og nota landupplýsingar hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum, þ.m.t. framleiðendur, ráðgjafar og stjórnendur, eru hvattir til að senda inn tillögur um erindi á ráðstefnuna  „Landupplýsingar 2016″.

Efnistök erinda geta verið frá öllum sviðum samfélagsins þar sem landupplýsingatækni er notuð; t.d. samgangna, veitukerfa, fasteigna, landbúnaðar, orku, heilsu- og umhverfismála. Þá eru alltaf velkomin erindi um um samræmd vinnubrögð, nýjar lausnir og búnað. Í undirbúningi er umfjöllun um nákvæmni  mæligagna og landamerki og um einnig um hjólreiðar.

Vinsamlegast sendið inn tillögur með: Heiti á erindi, nafni fyrirlesara og stutta lýsingu á efnistökum á netfangið: lisa@landupplysingar.is

Frestur til að skila inn tillögum að erindum er til 5. október !

 

Ráðstefna Landupplýsingar alls staðar tækifæri og möguleikar, 27. maí

27. maí 13:00-16:30
Hótel Cabin
Borgartún 32

 Sendið inn tillögur um erindi fyrir 15.maí !

Ráðstefna um nýjar leiðir í öflun og miðlun landupplýsinga verður haldin miðvikudaginn 27. maí á Cabin hótel kl. 13:00-16:30

Eins og á ráðstefnum um svipað efni undanfarin ár, verður núna fjallað um aukið aðgengi að kortagögnum og þá nýju möguleika og tækifæri sem felast í að ná í og vinna með landupplýsingar í dag með ýmis konar fjarbúnaði. Að þessu sinni beinum við augunum meðal annars að drónum og skoðum hvernig þeir eru notaðir við öflun gagna.

 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með erindi á ráðstefnunni, vinsamlegast sendið inn nafn á erindi og flytjanda á netfangið:  lisa@landupplysingar.is  fyrir 15. maí.