Category Archives: Fréttir

LÍSUFRÉTTIR Nóvember 2018

LÍSUFRÉTTIR Nóvember 2018

image.png
Samráðsfundur LÍSU félaga 6. nóvember – skráning nauðsynleg
Nánari upplýsingar í fundarboði til félagsmanna
Nokkur sæti enn laus á námskeið um notkun SQL til vinnslu og greininga landupplýsinga
Lágmarksfjöldi þátttakenda er 8 manns og hámark 12 manns. Fyrir skipulag og undirbúning námskeið eru þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið vinsamlegast beðnir um að tilkynna um þátttöku eins fljótt og unnt er. Skráning er bindandi frá og með 5. nóvember.


Jólaráðstefna LÍSU samtakanna 2018
verður haldin 29. nóvember í Norræna húsinu, kl. 13:00-16:30.  Jólaleg stemmning  í notalegu umhverfi. Tekið á móti tillögum um erindi til og með 16. nóvember!

Flest öll erindin frá haustráðstefnu LÍSU 26. október sl. eru nú aðgengileg á vef samtakanna  www.landupplysingar.is

LÍSUFRÉTTIR júlí 2018

Norrænt námskeið í kortagerð

GI Norden samstarfsvettvangur norrænna LÍSU samtaka, heldur námskeið í kortagerð í Tønsberg, 25 -27 september. Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna með landupplýsingar hjá sveitarfélögum, stofnunum og einkafyrirtækjum. Fyrirlestrar verða á norsku og sænsku. Tønsberg, er í um 1,5 klukkutíma lestarferð frá Osló.  Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði kortagerðar, alhæfingu, einföldun og  vefgáttir. Lokafrestur til skráningar er 12. ágúst.

Tillögur um erindi og ábendingar   Takið daginn frá!

Haustráðstefna LÍSU verður haldin föstudaginn 26. október á Icelandair Hótel Reykjavík Natúra. Um er að ræða heils dags viðburð með kynningum og fræðslu um það sem þið eruð að gera. Þarna er tækifæri til að hitta aðra með svipuð viðfangsefni og læra af öðrum.

Endilega sendið inn ykkar hugmyndir og tillögur um erindi við fyrsta tækifæri. Við erum byrjuð að vinna í dagskránni og eru nú þegar komin inn nokkur erindi.  Sendið okkur einnig gjarnan  ábendingar um efni sem þið teljið áhugavert að fá umfjöllun um á ráðstefnunni og við gerum okkar besta til að  fylgja þeim eftir. Dagskrá verður kynnt þegar nær dregur hausti.

Erindi frá ráðstefnu LÍSU 31. maí

Erindi frá ráðstefnu LÍSU sem haldin var 31. maí sl. um
nýjungar á sviði landupplýsinga.
Erindi fjalla um Innleiðingu á BIM; aðgengi að hæðargögnum;
Zipcar, deilibíla og regluverk um dróna

Aukin hagræðing með góðu aðgengi að landfræðilegum gögnum

Í Skandinavíu hefur töluvert verið fjallað um nauðsyn þess að hafa aðgengi að góðum gögnum fyrir skipulag og framkvæmdir. Nýlega kom út tímaritið: “Arbeta Smart inom planering och byggande”. Þar er fjallað um hvernig aukið aðgengi að gögnum, lækkar m.a. byggingakostnað. Sænsku LÍSU samtökin Geoforum Sverige, stóðu að útgáfunni tímaritsins í samvinnu við kortastofnun Svíþjóðar. 

LÍSUFRÉTTIR mars 2018

Samtökin kynna dagskrá helstu viðburða ársins.

Verið er að skipuleggja samráðsfundi og stutta fundi um afmörkuð málefni. Þetta verður kynnt fyrir félagsmönnum á næstunni.
Vekjum athygli á hnitmiðuðum námskeiðum á vormisseri. Athugið lágmarksfjöldi þátttakenda eru átta manns og hámarksfjöldi er 12 manns.
1. Aðalfundur var haldinn 22. febrúar sl. og var stjörn LÍSU öll endurkjörin. Ársreikningar og
     skýrslur stjórnar og vinnunefnda afgreiddar og lögð fram almenn stefnumörkun.
    Gögn fundarinsverða aðgengileg fyrir félagsmenn á heimasíðu samtakanna.
2. Fjölbreytt erindi frá jólaráðstefnu LÍSU eru aðgegngileg á heimasíðu samtakanna.
2. Grunnnámskeið í QGIS
     Haldið þann 17. apríl í Háskóla Íslands kl 9:30-16:00
     Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en
     vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS
3. Högun gagnagrunna
    Haldið þriðjudaginn 15. maí  í Háskóla Íslands kl 13:00-16:30
    Farið verður yfir grundvallaratriði í skipulagi og högun gagnagrunna, með áherslu á
    venslagagnagrunna og landupplýsingar.
4. Ráðstefna 31. maí Gagnasamskipti.
    Hver er staðan? Hvað þarf að gera? Félagsmenn eru hér með hvattir til að senda inn tillögur
    um erindi.
5. Haustráðstefna LÍSU verður haldin 26. október. Takið daginn frá!

Aðalfundur LÍSU 2018 haldinn 22. febrúar

Aðalfundur LÍSU samtakanna verður haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2018 hjá Verkís verkfræðistofu, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.  Félagsmenn LÍSU fá sent fundarboð fyrir aðalfundinn.
Stjórnarseta: Fulltrúar og viðbótarfulltrúar eru kjörgengir í stjórn samtakanna og eru þeir sem áhuga hafa á stjórnarsetu beðnir um hafa samband við skrifstofu LÍSU.
Á heimasíðu samtakanna eru upplýsingar um liðna atburði og erindi frá ráðstefnum síðasta árs.
Unnið er að skipulagi námskeiða, samráðsfunda og annarra viðburða á vegum samtakanna. Dagskrá atburða ársins verður kynnt fljótlega.