Category Archives: Liðnir viðburðir

Samráðsfundur sveitarfélaga um samskipti með landfræðileg gögn, 16. apríl

Fundarboð: 

Samráðsfundur sveitarfélaga um samskipti með 

landfræðileg gögn 

Fimmtudaginn 16. apríl, 2015, kl. 13:00-15:00

Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7

Fundarboðið er sent til allra sveitarfélaga í LÍSU samtökunum, veitufyrirtækja og stofnana með mikil gagnasamskipti við sveitarfélög.

Stjórn LÍSU boðar til samráðsfundar um leiðir til samstarfs á sviði samskipta og miðlunar landfræðilegra gagna.

Dagskrá fundarins:

  1. Samstarfsverkefni sveitarfélaga á sviði landfræðilegra gagna
  2. Gagnaskil inn í kerfi, gagnasamskipti. Reynsla fundargesta af gagnaskilum og samskiptum með gögn.
  3. Yfirstandandi framkvæmdir og  áform um framkvæmdir
  4. Önnur mál

Þeir fundargestir sem vilja sýna kynningarefni á staðnum geta sent efni á netfangið: lisa@landupplysingar.is  og efnið verður þá sett inn á tölvu sem verður á staðnum.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu LÍSU: lisa@landupplysingar.isFyrir skipulag fundarins er nauðsynlegt að tilkynna þátttöku fyrir 14.aprílVonumst til að sjá sem flesta!

Setja inn skrá

Námskeið, Verklag við landmælingar, 29. apríl

Námskeið, Verklag við landmælingar

Mælikerfi, mæliaðferðir og  úrvinnsla GNSS mælinga

Miðvikudaginn  29.apríl

Kl. 13:00-17:00, stofu H300, Háskólatorgi, Háskóla Íslands

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna með landupplýsingar og/ eða við landmælingar eða söfnun hnitbundinna upplýsinga (LUK, GPS eða CAD) og miðlun þeirra. Leiðbeinandi er Guðmundur Valsson, Landmælingum Íslands. Continue reading