Menntanefnd leitar leiða til að auka framboð menntunar á sviði landupplýsinga í samræmi við ólíkar þarfir notenda. Hlutverk menntanefndar er að stuðla að fræðslu og menntun á sviði landupplýsinga á öllum skólastigum og í atvinnulífinu.
Helstu verkefni: Áætlanir og stuðningur við námskeiðshald og fræðslu á vegum LÍSU, hafa í samráði við stjórn frumkvæði að tengslum við menntastofnanir vegna skipulags fræðslu um stafrænar landupplýsingar og notkun aðgengilegra landupplýsinga á netinu.
Í menntanefnd eru:
Claudia Schenk
Gunnlaugur Einarsson, ÍSOR
Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, LÍSU samtökunum er ritari hópsins