Byrjendanámskeið í notkun Q GIS landupplýsingabúnaðar 14. október

Byrjendanámskeið í notkun Q GIS landupplýsingabúnaðar
14. október 2020

Stafrænt aðalskipulag Eyja- og miklaholtshreppur
Alta ráðgjöf

Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS. Námskeiðið verður haldið í rúmgóðu fundarherbergi og í fjarfundabúnaði fyrir þá sem kjósa það.

Á námskeiðinu verður farið er yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni. Að námskeiði loknu ætti nemandi að vera orðin sæmilega sjálfbjarga hvað varðar helstu grunnaðgerðir og þætti  í QGIS og geta unnið einföld verkefni. Námskeiðið hefst kl 9.00 og lýkur um klukkan 16:30.
Dæmi um þá þekkingu og færni sem nemandi tileinkar sér:

  • Þekkja hnitakerfi og varpanir
  • Mismunandi gerðir landupplýsinga
  • Að geta lesið inn og dregið út gögn
  • Teiknað inn og skráð landupplýsingar
  • Hannað og aðlagað útlit og framsetningu gagna
  • Prenta út

Leiðbeinandi  Árni Geirsson hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta. Árni hefur
mikla reynslu af ráðgjöf og innleiðingu á QGIS á vinnustöðum.

Skráning: lisa@landupplysingar.is
Fjöldi þátttakenda 8 hámark. Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið vinsamlegast beðnir um að tilkynna um þátttöku eins fljótt og unnt er.  Nauðsynlegt er að þátttakendur taki með sér fartölvur á námskeiðið fyrir verklega kennslu. Nánari leiðbeiningar verða sendar út fyrir námskeiðið.
Hægt er að taka þátt í námskeiðinu í fjarfundabúnaði.

Innifalið: kaffi og meðlæti og hádegismatur, viðurkenningarskjal fyrir þátttöku og námskeiðsgögn.
Námskeiðið er fyrir þá sem taka þátt í samstarfi LÍSU og er þátttökugjald kr. 45.000 kr.
20 % afsláttur til nema.
Einnig er hægt að panta sérsniðin vinnustaðanámskeið. 
Vinsamlegast sendið auglýsinguna áfram til annarra sem kynnu að hafa áhuga!

Vinnustofa fyrir lengra komna QGIS notendur 29. september 2020

Alta ráðgöf

Vinnustofa fyrir lengra komna QGIS notendur
29. september 2020

LÍSU samtökin efna í samstarfi við Alta til opinnar vinnustofu um notkun QGIS. Vinnustofan fer fram á netinu og þar geta þátttakendur borið upp atriði sem vefjast fyrir þeim eða þeir vilja vita meira um. Leiðbeinandi frá Alta stýrir vinnustofunni og reynir að leysa úr viðfangsefnum með aðstoð annarra þátttakenda. Að öðru leyti er ekki föst dagskrá.

Miðað er við að þátttakendur kunni grunnatriði í QGIS og séu að leita eftir viðbótarþekkingu. Ef þetta fyrirkomulag gefst vel verða fleiri svipapar vinnustofur haldnar síðar. Þátttaka er opin öllum og ókeypis. Fyrir skipulag og  undirbúning er skráning nauðsynleg.
Skráning: lisa@landupplysingar.is

QGIS námskeið 26. maí

Haldið verður Q GIS námskeið 26. maí. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS. Hægt að taka þátt í fjarfundabúnaði.

Á námskeiðinu verður farið er yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni. Að námskeiði loknu ætti nemandi að vera orðin sæmilega sjálfbjarga hvað varðar helstu grunnaðgerðir og þætti  í QGIS og geta unnið einföld verkefni. Námskeiðið hefst kl 9.00 og lýkur um klukkan 16:30.
Dæmi um þá þekkingu og færni sem nemandi tileinkar sér:

 • Hnitakerfi / Varpanir
 • Mismunandi gerðir landupplýsinga
 • Að geta lesið inn og dregið út gögn
 • Teiknað inn og skráð landupplýsingar
 • Hannað og aðlagað útlit og framsetningu gagna
 • Prenta út

Leiðbeinandi  Árni Geirsson hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta. Árni hefur
mikla reynslu af ráðgjöf og innleiðingu á QGIS á vinnustöðum.

Skráning: lisa@landupplysingar.is
Fjöldi þátttakenda 10 hámark. Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið vinsamlegast beðnir um að tilkynna um þátttöku eins fljótt og unnt er.
Nauðsynlegt er að þátttakendur taki með sér fartölvur á námskeiðið fyrir verklega kennslu. Nánari leiðbeiningar verða sendar út fyrir námskeiðið.

Innifalið: kaffi og meðlæti og hádegismatur, viðurkenningarskjal fyrir þátttöku og námskeiðsgögn.
Námskeiðið er fyrir þá sem taka þátt í samstarfi LÍSU og er þátttökugjald kr. 45.000 kr
Vinsamlegast sendið auglýsinguna áfram til annarra sem kynnu að hafa áhuga!

 

Námskeið um verklag og vandaðar landmælingar 13. nóvember


Grunnatriði fyrir vandaðar og  nákvæmar landmælingar,
vélstýringu og afhendingu gagna
Námskeið ætlað þeim sem vinna við eða hafa umsjón með GPS/GNSS landmælingum
Haldið miðvikudaginn 13. nóvember 2019,
kl. 9:00-16:30 í  Háskóla Íslands

Á námskeiðinu verður farið yfir lykilatriði fyrir nákvæmar og vandaðar landmælingar við ólíkar aðstæður og á ólíkum svæðum á landinu. Farið verður yfir grundvallarþætti við val á tækjum og aðferðum eftir aðstæðum hverju sinni. Áhersla lögð á atriði sem skipta máli fyrir nákvæmni í mælingavinnu og farið í hvernig mmeðhööndla á gögn og skila.

Á námskeiðinu verður samtvinnuð fagleg yfirferð og verkleg kennsla í notkun mælingatækja.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:
Páll Bjarnason, Eflu, Rúnar G. Valdimarsson, Mannviti og Skúli Pálsson, Verkís

Nánari efnistök:

 • Helstu hnitakerfi/hæðarkerfi og mismun þeirra,
 • Hvað ber að varast? Atriði sem oft misfarist í mælingum
 • Grunnatriði fyrir vandaðar og nákvæmar mælingar við ólíkar aðstæður og mismunandi svæði á landinu
 • Staðbundna áttun (local calibrating) í landmælingum og þýðingu hennar
 •   Vélstýring
 •   Umsjón, frágangur og afhending gagna

Færni og þekking þín að námskeiði loknu:

 • Þekking á kostum og göllum ólíkra aðferða sem eru notaðar við landmælingar
 • Færni í notkun algengustu mælitækja við mismunandi aðstæður og skilyrði hér á landi
 • Góður skilningur á algengar skekkjur sem þarf að varast
 • Hafir skilning á vönduðu verklagi
 • Góð yfirsýn á samhengi hinna ýmsu aðgerða í mælingavinnu og gagnaöflunar
 • Skilningur á frágangi og afhendingu gagna
 • Námskeiðið verður haldið 13. nóvember í Háskóla Íslands kl. 9:00-16:30.
 • Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við eða hafa umsjón með GPS landmælingum og hafa einhverja reynslu af landmælingum.

Athugið!
Þátttakendur þurfa að hafa með sér GPS/GNSS mælitæki. (2-3 þátttakendur geta sameinast um eitt tæki).  Æskilegt er að þátttakendur hafi einhverja reynslu af landmælingum.

Innifalið:
Kaffi og meðlæti og hádegismatur, viðurkenningarskjal fyrir þátttöku og námskeiðsgögn

Verð:
LÍSU félagar        50.000 kr.  Námskeiðið er haldið fyrir félagsmenn í LÍSU
Nánari upplýsingar um hverjir eru félagar á skrifstofu LÍSU
Skráning : lisa@landupplysingar.is


Vinsamlegast sendið auglýsinguna áfram til annarra sem kynnu að hafa áhuga