Upplýsingar um erindin, jólaráðstefna 30. nóvember 2017

Nánari upplýsingar um erindin á jólaráðstefnu LÍSU,
30. nóvember 2017

Fellistaðir hreindýra
Fyrirlesari Jóhannes Birgir Jensson, Umhverfisstofnun

Á hverju ári eru rúmlega 1000 hreindýr felld til að halda stofnstærð hreindýra í jafnvægi. Umhverfisstofnun safnar þeim saman ásamt upplýsingum um dýrin sem voru felld

Varnir gegn snjóflóðum – RAMMS snjóflóðalíkan
Fyrirlesari Áki Thoroddsen, Verkís verkfræðstofa

Verkís hefur sinnt verkefnum og ráðgjöf tengdri snjóflóðamálum samfellt í um tvo áratugi, eða frá árinu 1990. Verkefni stofunnar) hafa verið fjölbreytt og náð yfir hættumat vegna snjóflóða, frumathugun og verkhönnun snjóflóða-, aurflóða-, og grjóthrunsvarna auk framkvæmdaeftirlits. Verkís hefur komið að vinnu við ofanflóðavarnir á Ísafirði, í Súðavík, í Bolungarvík, á Hnífsdal, Flateyri, Bíldudal, Patreksfirði, í Neskaupstað, á Seyðisfirði, og víðar.
RAMMS er svissneskt forrit sem hermir ofanflóð og stendur skammstöfunin fyrir rapid mass movement simulation. Verkís hefur um tveggja ára skeið nýtt sér forritið við vinnu við varnir gegn ofanflóðum. Forritið hefur þrjá módúla: Snjóflóða, aurflóða og grjóthruns. Farið verður stuttlega í það hvernig keyrslur úr forritinu nýtast í vinnu við varnir gegn ofanflóðum með áherslu á snjóflóð

Aðgengi að gögnum. Möguleikar og tækifæri með notkun vefsjáa- Nokkur dæmi
Fyrirlesari Björn Traustason, Skógræktin

Í ArcGIS Online býður upp á marga möguleika í gerð vefsjáa. Þar eru gagnagrunnar vistaðir miðlægt sem hægt er að veita mismunandi réttindi að eftir hver á í hlut. Þannig geta starfsmenn gert breytingar á gagnagrunninum í vinnuútgáfu vefsjárinnar sem koma samtímis upp á opinberu útgáfunni. Þetta gæti t.d. nýst við lokun leiða hvort sem vegakerfi eða gönguleiðir. Dæmi um þetta eru gönguleiðir í Þórsmörk þar sem aðstæður geta orðið til þess að loka þurfi leiðum. Þar eru gömul kort sem eru orðin úrelt og mikill kostnaður sem fylgir því að prenta út ný kort vegna nýrra leiða sem bætast við o.s.frv. Með þessu móti er hægt að hafa kortin uppfærð í rauntíma.

Cartography: Good, bad, or „necessary evil”?
Fyrirlesari Benjamin Hennig, Land- og ferðamálfræðiskor, Háskóli Íslands

This talk discusses the question of whether cartography has become obsolete. With recent advances in GIS and digital mapping, the field of cartography has changed from being practised by a small group of „experts” to allowing everyone being a „map maker”. In this process, the decline of traditional cartography has become one of the challenges in the otherwise certainly welcoming trend of making such techniques more accessible to everyone. Have GIS and related digital technologies led to the death of cartography, or is it time to rediscover the roots of what is an essential and integral part of a good and valuable map?

Varðveislunefnd

Hlutverk varðveislunefndar er að stuðla að öruggri varðveislu og góðu aðgengi að upplýsingum um landfræðileg gögn á Íslandi. Um er að ræða gögn á formi pappírs og filma og stafræn gögn önnur en þau sem verið er að vinna með á hverjum tíma og teljast vera nýjustu útgáfur stafrænna landfræðilegra gagnasetta. Nefndin er tengiliður þeirra sem starfa á sviði landupplýsinga og eru meðlimir í LÍSU við þau af höfuðsöfnum landsins sem bera einkum ábyrgð á varðveislu landfræðilegra gagna af landinu.
Helstu verkefni: Reglulegir samráðsfundir, frumkvæði að samstarfsverkefnum stofnana og sveitarfélaga annars vegar og Landsbókasafns og Þjóðskjalasafns hins vegar.

Jökull Sævarsson, Landsbókasafni Ísland
Njörður Sigurðsson, Þjóðskjalasafni Íslands
Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, ritari , LÍSU samtökunum

Landupplýsingar fyrir alla

LÍSA samtök um landupplýsingar á Íslandi eru frjáls félagasamtök fyrir landupplýsingasamfélagið á Íslandi með það að markmiði að efla samstarf aðila með landupplýsingar og stuðla að aukinni útbreiðslu, notkun og samnýtingu gagna. Samtökin kynna notagildi landupplýsinga í samfélaginu og eru sameiginlegur vettvangur