Varðveislunefnd

Hlutverk varðveislunefndar er að stuðla að öruggri varðveislu og góðu aðgengi að upplýsingum um landfræðileg gögn á Íslandi. Um er að ræða gögn á formi pappírs og filma og stafræn gögn önnur en þau sem verið er að vinna með á hverjum tíma og teljast vera nýjustu útgáfur stafrænna landfræðilegra gagnasetta. Nefndin er tengiliður þeirra sem starfa á sviði landupplýsinga og eru meðlimir í LÍSU við þau af höfuðsöfnum landsins sem bera einkum ábyrgð á varðveislu landfræðilegra gagna af landinu.
Helstu verkefni: Reglulegir samráðsfundir, frumkvæði að samstarfsverkefnum stofnana og sveitarfélaga annars vegar og Landsbókasafns og Þjóðskjalasafns hins vegar.

Jökull Sævarsson, Landsbókasafni Ísland
Njörður Sigurðsson, Þjóðskjalasafni Íslands
Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, ritari , LÍSU samtökunum