Fréttir frá aðalfundi

Aðalfundur LÍSU var haldinn 19. febrúar sl.
Stjórn LÍSU
Áfram sitja í stjórn Hersir Gíslason, Vegagerðinni, formaður; Elsa Jónsdóttir, Hafnarfjarðarbær,varaformaður; Björn Traustason, Skógrækt ríkisins; Esther H. Jensen, Veðurstofu Íslands; Stefán Guðlaugsson, Samsýn; Jörgen Þormóðsson, Reykjavíkurborg; og nýr stjórnarmaður er Þorleifur Jónasson, Póst og fjarskiptastofnun sem kemur inn fyrir Ragnar Þórðarson, Landmælingum Íslands, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnasetu.
Endurskoðunarnefnd
Á aðalfundi var samþykkt að stofna endurskoðunarnefnd LÍSU sem hefur það hlutverk að endurskoða á rekstur, hlutverk og framtíðarsýn samtakanna. Nefndin fær það hlutverk að greina samtökin m.t.t.
    • styrkleika, veikleika,
    • hlutverks og starfsemi samtakanna
    • að skoða aðildarform og tekjuöflun
Vonast er til að hópurinn geti tekið til starfa sem fyrst og skili af sér niðurstöðum í haust (október). Stjórn geti þá unnið með niðurstöðurnar og kynnt á árinu.
Þeir félagsmenn sem vilja gefa kost á sér í endurskoðunarnefnd vinsamlegast hafi samband við skrifstofu samtakanna lisa@landupplysingar.is, sími 522 6221.