LÍSUFRÉTTIR mars 2018

Samtökin kynna dagskrá helstu viðburða ársins.

Verið er að skipuleggja samráðsfundi og stutta fundi um afmörkuð málefni. Þetta verður kynnt fyrir félagsmönnum á næstunni.
Vekjum athygli á hnitmiðuðum námskeiðum á vormisseri. Athugið lágmarksfjöldi þátttakenda eru átta manns og hámarksfjöldi er 12 manns.
1. Aðalfundur var haldinn 22. febrúar sl. og var stjörn LÍSU öll endurkjörin. Ársreikningar og
     skýrslur stjórnar og vinnunefnda afgreiddar og lögð fram almenn stefnumörkun.
    Gögn fundarinsverða aðgengileg fyrir félagsmenn á heimasíðu samtakanna.
2. Fjölbreytt erindi frá jólaráðstefnu LÍSU eru aðgegngileg á heimasíðu samtakanna.
2. Grunnnámskeið í QGIS
     Haldið þann 17. apríl í Háskóla Íslands kl 9:30-16:00
     Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en
     vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS
3. Högun gagnagrunna
    Haldið þriðjudaginn 15. maí  í Háskóla Íslands kl 13:00-16:30
    Farið verður yfir grundvallaratriði í skipulagi og högun gagnagrunna, með áherslu á
    venslagagnagrunna og landupplýsingar.
4. Ráðstefna 31. maí Gagnasamskipti.
    Hver er staðan? Hvað þarf að gera? Félagsmenn eru hér með hvattir til að senda inn tillögur
    um erindi.
5. Haustráðstefna LÍSU verður haldin 26. október. Takið daginn frá!

Aðalfundur LÍSU 2018 haldinn 22. febrúar

Aðalfundur LÍSU samtakanna verður haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2018 hjá Verkís verkfræðistofu, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.  Félagsmenn LÍSU fá sent fundarboð fyrir aðalfundinn.
Stjórnarseta: Fulltrúar og viðbótarfulltrúar eru kjörgengir í stjórn samtakanna og eru þeir sem áhuga hafa á stjórnarsetu beðnir um hafa samband við skrifstofu LÍSU.
Á heimasíðu samtakanna eru upplýsingar um liðna atburði og erindi frá ráðstefnum síðasta árs.
Unnið er að skipulagi námskeiða, samráðsfunda og annarra viðburða á vegum samtakanna. Dagskrá atburða ársins verður kynnt fljótlega.

Jólaráðstefna LÍSU 2017 30. nóvember

Jólaráðstefna LÍSU samtakanna 30. nóvember

Inline images 1

Nokkur sýnishorn um framsetningu landupplýsinga

Fimmtudaginn 30. nóvember kl. 14:00-16:00 í Norræna húsinu

Dagskrá

Erindi                                                                                   Fyrirlesari

 

Dagskráin       

Nánari upplýsingar erindin

Þátttökugjöld:   LÍSU félagar                                              kr  3.700
                           Aðrir                                                          kr  6.500
                           Þeir sem eru utan vinnumarkaðsins         kr  1.600

Skráning: lisa@landupplysingar.is 

Vinsamlegast sendið auglýsinguna áfram til annarra sem kynnu að hafa áhuga

Fréttir frá aðalfundi LÍSU, 23. febrúar 2017

Aðalfundur LÍSU var haldinn 23. febrúar 2017.
Á fundinum voru samþykktar tillögur til lagabreytinga.  Lög LÍSU samtakanna 2017

Vinnureglur um aðild 2017
Samþykkt að hægt er sækja um 50% afslátt til fyrirtækja með fjóra eða færri starfsmenn sem viðbót við aðra afslætti sem hægt er að sækja um.

Stjórn samtakanna:
Ásbjörn Ólafsson, vegagerðin
Ásgeir Sveinsson, Kópavogsbæ
Ása Margrét Einarsdóttir, Ríkiseignir
Jóhann Thorarensen, Landgræðsla ríkisins
Jóhannes Birgir Jensson, Umhverfisstofnun
Skúli Pálsson, Verkís
Þórdís Sigurgestsdóttir, Faxaflóahafnir sem var kjörinn formaður samtakanna.