Nýr framkvæmdastjóri LÍSU
Nýr framkvæmdastjóri LÍSU
Stjórn LÍSU samtakanna vill þakka Þorbjörgu Kjartansdóttur, sem lætur nú af störfum eftir farsælan feril sem framkvæmdastjóri samtakanna í 27 ár. Samtökin LÍSA voru nýlega stofnuð þegar Þorbjörg hóf störf og hefur hún staðið vaktina af elju og krafti í heimi örra breytinga hvort sem það er hérlendis eða með systursamtökum LÍSU á Norðurlöndunum og í Evrópu. Við óskum Þorbjörgu velfarnaðar í komandi verkefnum.

Stjórn Lísu hefur ráðið Ólafíu E. Svansdóttur sem framkvæmdastjóra samtakanna og bjóðum við hana velkomna til starfa.
GI Norden: BIM og GIS í norrænum sveitarfélögum, Vefkynning 26. maí
GI Norden: Vefkynning 26. maí
|
BIM og GIS í norrænum sveitarfélögum |
GI Norden heldur stutta vefkynningu um notkun BIM og landupplýsinga í norrænum sveitarfélögum. Hvaða áskoranir mæta fólki og hver eru tækifærin og möguleikarnir? Eru aðstæður ólíkar á Norðurlöndunum fyrir þessa þróun? | Skipuleggjandi: GI Norden Dagsetning: 26.maí 2021 Tími: kl 7:30-8: 45 Staður: Zoom |
Nánari lýsing á erindum | Skráning á vefkynninguna |
Dagskrá7.30: Opnun fundar: Juha Saarentaus, GeoForum Finnland |
LÍSUFRÉTTIR APRÍL 2021
LÍSUFRÉTTIR, apríl 2021 |
Byrjendanámskeið í notkun Q GIS 11.maí 2021 |
![]() |
Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS. Á námskeiðinu verður farið er yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni. Að námskeiði loknu ætti nemandi að vera orðin sæmilega sjálfbjarga hvað varðar helstu grunnaðgerðir og þætti í QGIS og geta unnið einföld verkefni. Fyrirkomulag námskeiðins verður tilkynnt síðar með hliðsjón af ástandinu í samfélaginu vegna veirunnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið |
Norræn vefkynning um BIM og GIS í sveitarfélögum |
![]() |
GI Norden heldur stutta vefkynningu fyrir félagsmenn í norrænu samtökunum þann 26. maí. Meðal annars er spurt: Er notkun og áskoranir með BIM þær sömu á öllum Norðurlöndunum? Upplýsingar um dagskrá og skráningu verða sendar til LÍSU félaga. Ef vel gengur verður framhald á norrænum vefkynningum um landupplýsingar hjá sveitarfélögum. |
Styrkir frá umhverfisráðuneytinu |
![]() |
LÍSU samtökin hafa undanfarin ár fengið rekstrarstyrk og verkefnastyrki frá umhverfisráðuneytinu. Að þessu sinni fengu samtökin rekstrarstyrk að upphæð 400 þúsund krónur, styrk fyrir erlent samstarf 250 þúsund krónur og 240 þúsund krónur fyrir áframhaldandi vinnu við Upplýsingagátt og aðgengi að fræðsluefni um landupplýsingar. Þessir styrkir skipta miklu máli fyriir reksturinn og koma því að góðum notum. |
Aðalfundur LÍSU var haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2021 |
![]() |
Aðalfundur LÍSU var haldinn 25. febrúar í fjarfundabúnaði. 16 manns mættu. Skýrsla stjórnar, ársreikningur fyrir árið 2020 og starfs- og fjárhagsáætlun 2021 voru samþykkt. Ása Margrét Einarsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og var Ómar Harðarson Hagstofu Íslands kosinn inn í sem nýr stjórnarmaður. Þórdís Sigurgestsdóttir var endurkjörin formaður. Aðrir í stjórn eru áfram: Ásgeir Sveinsson, Kópavogsbæ, Ásbjörn Ólafsson, Vegagerðin, Hjörtur Örn Arnarson, Efla, Jóhann Thorarensen, Landgræðslan og Þórarinn Jón Jóhannsson, Reykjavíkurborg. Geir Þórólfsson og Hersir Gíslason voru endurkjörnir skoðunarmenn reikninga. |
Vorráðstefna LÍSU samtakanna, haldin 11.mars sl. |
![]() |
Vorráðstefna LÍSU var haldin 11. mars í fjarfundabúnaði og gekk vel. Flutt voru 15 erindi og ráðstefnugestir voru 40. Myndin er frá stjórnstöð ráðstefnunnar á Grand Hótel og á henni má sjá upptökustjóra, fundarstjóra og nokkra fyrirlesara.
|
Dagskrá og skráning á Vorráðstefnu LÍSU, 11 mars
Vorráðstefna LÍSU 2021 verður haldin 11.mars
Ráðstefnan fer fram í Teams. Þátttökugjald er kr 10.000 krónur. Skráðir gestir fá aðgang að streymi á ráðstefnuna. Upptökur og kynningar verða aðgengilegar eftir ráðstefnuna fyrir þátttakendur.
Félagsmenn geta skráð eins marga starfsmenn og þeir vilja. Þátttakendur fá sendan hlekk á ráðstefnuna þar sem verða kynningar og glærur fyrirlesara og spjallsvæði allra þátttakenda.
Skráning á lisa@landupplysingar.is
Hlökkum til að sjá ykkur!
Vorráðstefna LÍSU 11. mars Grand Hótel, Reykjavík |
|
Dagskrá | |
Opnunarfundur Covid og landupplýsingar kl 9:00-10:00 | |
Opnun ráðstefnu | Þórdís Sigurgestsdóttir, Faxafloahafnir, formaður LÍSU |
Ávarp | Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra |
Landupplýsingar og baráttan við COVID19 | Stefán Guðlaugsson og Sölvi Þór Bergsveinsson, Samsýn |
Mikilvægi smitrakningar og hagnýting landupplýsinga í Covid-19 faraldrinum | Sigríður Haralds-Elínardóttir og Áslaug Salka Grétarsdóttir, Landlæknisembættið |
Kaffihlé kl 10:00 – 10:10 | |
Uppbygging og aðgengi gagna kl 10:10-11:30 |
|
Landupplýsingar fyrir sveitarfélög í tengslum við skipulag og framkvæmdir | Ragnar Frank Kristjánsson, sjálfstætt starfandi |
Stafrænt skipulag | Ólafur Árnason, Skipulagsstofnun |
Nafnið.is – Örnefnasafn gert aðgengilegt og leitarbært | Emily Lethbridge, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum |
Þjónustukort Byggðastofnunnar, Hlutverk, framvinda og áskoranir | Þorkell Stefánsson, Byggðastofnun |
Matur kl 11:30-12:00 | |
Uppbygging landupplýsingagrunna og aðgengi gagna 12:00-13:20 |
|
Landupplýsingar og sjálfbær landnýting | Bryndís Marteinsdóttir, Landgræðslan |
Gammabakgrunnur á Íslandi | Gísli Jónsson, Geislavarnir ríkisins |
Lifandi gögn í umhirðu borgarlandsins | Jörgen Þormóðsson, Reykjavíkurborg |
Landupplýsingar fyrir ákvörðunartöku | Ásta Kristín Óladóttir, Landmælingum Íslands |
Kaffihlé kl 13:20 – 13:30 | |
Ferðir og umferð kl 13:30-15:10 | |
Frá fjöllum og út í sjó | Jóhannes B. Jensson, Umhverfistofnun |
1.000.000 kílómetrar af örflæði, hvað nú? | Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp |
Rathlaupakort – kortlagning og notkun |
Gísli Örn Bragason, Rathlaupafélagið Hekla |
Breytt heimsmynd – breyttar ferðavenjur |
Kristinn Jón Eysteinsson, Reykjavíkurborg |
Já’s new map: switching from raster to vector |
Matt Riggott, Já.is |
Umræður og ráðstefnuslit kl 15:10 |
LÍSUFRÉTTIR janúar 2021
Aðalfundur LÍSU verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2021
Aðalfundur LÍSU verður haldinn 25. febrúar kl 13:15-15:30.
Fulltrúar og viðbótarfulltrúar eru kjörgengir í stjórn samtakanna
og eru þeir sem áhuga hafa á stjórnarsetu beðnir um að hafa
samband við skrifstofu LÍSU. Félagsmenn LÍSU fá fundarboð
sent fyrir aðalfundinn og þurfa að skrá sig á netfangið
lisa@landupplýsingar.is og fá þá senda vefslóð á fundinn
sem verður rafrænn í ljósi aðstæðna.
Byrjendanámskeið í notkun Q GIS
landupplýsingabúnaðar 10. febrúar 2021

Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS. Námskeiðið verður fjarfundabúnaði. Á námskeiðinu verður farið er yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni. Að námskeiði loknu ætti nemandi að vera orðin sæmilega sjálfbjarga hvað varðar helstu grunnaðgerðir og þætti í QGIS og geta unnið einföld verkefni. Fyrirkomulag námskeiðins verður tilkynnt síðar með hliðsjón af ástandinu í samfélaginu vegna veirunnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið
Haustráðstefna LÍSU verður vorráðstefna og haldin 11. mars
Ráðstefnunni var frestað 25. nóvember vegna galla í fjarfundabúnaði sem nota átti. Ráðstefnan verður því haldin 11. mars og þá sem vorráðstefna. Miðað við aðstæður í samfélaginu vegna veirunnar verður vorráðstefnan rafræn. Félagsmenn fá senda uppfærða dagskrá og frekari upplýsingar fljótlega.