Námskeið um skipulag og högun gagnagrunna 11. apríl

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun venslagagnagrunna og þurfa á víðari skilningi á skipulagi þeirra að halda. Þekking á SQL fyrirspurnum er kostur.
Farið verður yfir grunnatriði í skipulagi og högun gagnagrunna, með áherslu á venslagagnagrunna og landupplýsingar. Fyrir skipulag námskeiðs er gott að fá skráningar sem fyrst.