Viltu taka þátt í starfi LÍSU?

Starf LÍSU snýst um að auka aðgengi að og samnýtingu landupplýsinga, en landupplýsingar eru upplýsingar tengdar staðsetningu. Það eru meðal annars grunngögn um mannvirki og náttúru. Nauðsynegt er að til séu nákvæm gögn fyrir vöktun, landmælingar, rannsóknir og framkvæmdir í umhverfi okkar. Þá er aukin sjálvirkni orðin hluti af daglegu lífi okkar og fyrir aukna notkun skynjara og sjálfvirkni þarf nákvæm landfræðileg gögn. Landupplýsingar verða til all staðar í samfélaginu og þess vegna þarf heildstæða sýn og aðkomu margra ábyrgðaaðila að málaflokknum. 
LÍSU samtökin eru einu frjálsu félagasamtökin á Íslandi sem hafa það að markmiði að efla samstarf aðila með landupplýsingar og stuðla að aukinni útbreiðslu, notkun og samnýtingu gagna. Mikilvægur þáttur í samstarfinu er að miðla af reynslu og skýra verkferla fyrir samskipti með gögn. Þetta er brýnt viðfangsefni því ónákvæm gögn og óljósir verkferlar fela í sér meiri tíma í vinnu en annars þyrfti og oft erfitt mat á fyrirliggjandi gögnum. Athuganir erlendis sýna t.d. að með góðum og nákvæmum grunngögnum er hægt að lækka byggingakostnað verulega.

Með þátttöku í starfi LÍSU ertu að efla frjálsan vettvang notenda landupplýsinga og stuðla að framgangi landupplýsinga á Íslandi í allra þágu.

Nánari  upplýsingar  um LÍSU