LÍSUFRÉTTIR janúar 2020

Aðalfundur LÍSU fimmtudaginn 27.febrúar 2020
Aðalfundur LÍSU verður haldinn 27. febrúar hjá Verkís,

Ofanleiti 2, Reykjavík, klukkan 13:15-15:30.
Fulltrúar og viðbótarfulltrúar eru kjörgengir í stjórn samtakanna og eru þeir sem áhuga hafa á stjórnarsetu beðnir um að hafa samband við skrifstofu LÍSU. Félagsmenn LÍSU fá fundarboð sent fyrir aðalfundinn.

Vinnustaðaheimsókn til Veðurstofu Íslands 5. mars
Þann 5. mars næstkomandi mun starfsfólk Veðurstofu Íslands taka á móti LÍSU-félögum að Bústaðavegi klukkan 15:00-16:00. Farið verður yfir fjölbreytt verkefni stofunnar og hvernig landupplýsingar og framsetning gagna á kortum spila sífellt stærra hlutverk í starfseminni. Boðið verður upp á kaffi og með og tekið verður á móti félagsmönnum að Bústaðavegi 7 (gamla Landsnets-húsið). Hlökkum til að sjá sem flesta!

Námskeið og vinnustofur
Viltu fara á námskeið til að bæta vinnubrögð og læra nýja tækni og aðferðir í gagnavinnslu og birting landupplýsinga?

Við erum að núna að taka á móti óskum um námskeið meðal annars í QGIS og um sjálfvirkna vinnslu gagna. Látið okkur vita um áhugaverð viðfangsefni sem ykkur langar að læra meira um og við setjum saman námskeið sniðin að ykkar þörfum.