Haustráðstefna LÍSU 29. október 2020-frestað til 25. nóvember
![]() Dagskrá haustráðstefnu LÍSU sem verður haldin 29. október á Grand hótel er óðum að taka á sig mynd
með fjölbreyttum erindum um ólíkar hliðar á möguleikum landupplýsinga. Má nefna erindi um Covid 19 og landupplýsingar,
þjónustugáttir og stafrænt skipulag. Þá eru komin inn erindi um umsjón og þróun landupplýsinga hjá sveitarfélögum, um rathlaup, rafskutlur og hjólaumferð. Enn er pláss fyrir nokkur erindi og tekið er á móti tillögum um erindi á netfangið : lisa@landupplysingar.is Heimsókn til Umhverfisstofnunar
Umhverfisstofnun ætlar að bjóða LÍSU félögum að koma í heimsókn og fá kynningu á nýjum verkefnum, Danmörk:
Leiðbeiningar fyrir lagatexta um tilvísanir í staðsetningar Talið er að það séu landfræðilegar tilvísanir í um 80 % af dönskum lagatexta, þ.e. tilvísun í stað eða svæði þar sem um gilda tiltekin ákvæði.
Þetta geta verið ákvæði um hvar má byggja, hvar með fara um, hvar hægt er að fá styrk til verkefna eða hvar þarf að borga tiltekin gjöld. Í dag vantar samræmi og nákvæmni á þann hátt sem vísað er í staðsetningar í dönskum lögum. Þetta veldur óvissu um hvaða reglur gilda hverju sinni. Samstarf um innleiðingu stafrænna vinnubragða í Danmörku (https://digitaldenmark.dk/) o hafa unnið að leiðbeiningum um utanumhald landupplýsinga og gera þannig stjórnsýsluna skilvirkari. Leiðbeiningarnar geta tekið á þeim vanda sem er víða vegna ónákvæmra tilvísana í staðsetningar og eru nauðsynleg verkfæri fyrir innleiðingu á stafrænni stjórnsýslu. Leiðbeiningarnar eru hér Skrifstofa LÍSU flytur til Landgræðslunnar Landgræðslan hefur boðið fram aðstöðu fyrir samtökin í starfsstöð þeirra í Keldnaholti.
Starfsmaður LÍSU, Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir hefur undanfarin þrjú ár haft starfsaðstöðu hjá Verkfræðistofunni Verkís og dvalið þar í góðu yfirlæti. Samtökin þakka kærlega fyrir þriggja ára góða viðveru hjá Verkís. Dvölin hjá Verkís veitti mikilvæga innsýn í ýmis verkefni þarf sem þörfin er mikil fyrir nákvæm kortagögn. Við hlökkum til að kynnast betur Landgræðslunni, starfsfólki og verkefnum sem þar eru unnin.
Fjölgun félaga í LÍSU
|
|
|