Vinnustofa fyrir lengra komna QGIS notendur 29. september 2020

Alta ráðgöf

Vinnustofa fyrir lengra komna QGIS notendur
29. september 2020

LÍSU samtökin efna í samstarfi við Alta til opinnar vinnustofu um notkun QGIS. Vinnustofan fer fram á netinu og þar geta þátttakendur borið upp atriði sem vefjast fyrir þeim eða þeir vilja vita meira um. Leiðbeinandi frá Alta stýrir vinnustofunni og reynir að leysa úr viðfangsefnum með aðstoð annarra þátttakenda. Að öðru leyti er ekki föst dagskrá.

Miðað er við að þátttakendur kunni grunnatriði í QGIS og séu að leita eftir viðbótarþekkingu. Ef þetta fyrirkomulag gefst vel verða fleiri svipapar vinnustofur haldnar síðar. Þátttaka er opin öllum og ókeypis. Fyrir skipulag og  undirbúning er skráning nauðsynleg.
Skráning: lisa@landupplysingar.is