Rafræn haustráðstefna LÍSU 2020 25. nóvember
Uppfærð dagskrá
Ráðstefnan fer fram í Teams. Dagskrá og Upplýsingar um erindin. Dagskrá-2-pdf
Til þess að hafa upp í kostnað við undirbúning og skipulag ráðstefnunnar verður þátttökugjald kr 10.000 krónur. Skráðir gestir fá aðgang að streymi á ráðstefnuna með upptökum og erindum og verður efnið aðgengilegt eftir ráðstefnuna. Félagsmenn geta skráð eins marga starfsmenn og þeir vilja. Þátttakendur fá sendan link a ráðstefnuna þar sem verða upptökur og glærur fyrirlesara og spjallsvæði. Athugið að skráiningu lýkur 23.nóvember! Skráning á lisa@landupplysingar.is
Category: Liðnir atburðir
Vinnustofa fyrir lengra komna QGIS notendur 29. september 2020

Vinnustofa fyrir lengra komna QGIS notendur
29. september 2020
LÍSU samtökin efna í samstarfi við Alta til opinnar vinnustofu um notkun QGIS. Vinnustofan fer fram á netinu og þar geta þátttakendur borið upp atriði sem vefjast fyrir þeim eða þeir vilja vita meira um. Leiðbeinandi frá Alta stýrir vinnustofunni og reynir að leysa úr viðfangsefnum með aðstoð annarra þátttakenda. Að öðru leyti er ekki föst dagskrá.
Miðað er við að þátttakendur kunni grunnatriði í QGIS og séu að leita eftir viðbótarþekkingu. Ef þetta fyrirkomulag gefst vel verða fleiri svipapar vinnustofur haldnar síðar. Þátttaka er opin öllum og ókeypis. Fyrir skipulag og undirbúning er skráning nauðsynleg.
Skráning: lisa@landupplysingar.is
Glæsileg heimsókn til Veðurstofunnar
Glæsilegar móttökur í vinnustaðheimsókn til Veðurstofu Íslands
Mjög vel undirbúin og ítarleg kynning á gögnum Veðurstofu Íslands var haldin fyrir LÍSU félaga, 5. mars sl. Ragnar Heiðar Þrastarson, Esther Hlíðar Jensen, Bogi B. Björnsson og Tryggvi Hjörvar fluttu erindi hvert á sínu sviði. Gestir fengu gott yfirlit um gagnavinnslu um jarðskjálfta, ofanflóð, vatnafar og jökla. Einnig var kynnt svonefnt gagnauga, sem er gátt með upplýsingum frá athugunarstöðvum. Samantekt frá kynningunni og gögnum verður send til félaga fljótlega.
Vinnustaðaheimsókn til Veðurstofu Íslands 5.mars
Vinnustaðaheimsókn til Veðurstofu Íslands
Þann 5. mars næstkomandi mun starfsfólk Veðurstofu Íslands taka á móti LÍSU-félögum að Bústaðavegi. Farið verður yfir fjölbreytt verkefni stofunnar og hvernig landupplýsingar og framsetning gagna á kortum spila sífellt stærra hlutverk í starfseminni. Boðið verður upp á kaffi og með og tekið verður á móti félagsmönnum að Bústaðavegi 7 (gamla Landsnets-húsið). Hlökkum til að sjá sem flesta.
Fróðleg heimsókn til Náttúrufræðistofnunar Íslands
Margir LÍSU félagar lögðu leið sína til Náttúrufræðistofnunnar þann 7. júní sl. og fengu afar fróðlega og vel undirbúna kynningu á aðgengi að mjög miklum gæðagögnum sem þar eru unnin. Kynningar fluttu Anette Meier, Hans H. Hansen, Lovísa Ásbjörnsdóttir og Sigmar Metúsalemsson.