Haustráðstefna LÍSU 25. nóvember 2020

Haustráðstefna LÍSU 2020
25. nóvember á Grand hótel
Átti að vera 29. október, frestað vegna veiru til 25. nóvember

Hin árlega haustráðstefna LÍSU verður haldin á Grand Hótel 25. nóvember og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá með erindum, kynningum og umræðum um ólík málefni sem varða þróun og notkun landupplýsinga.

Ráðstefna er  vettvangur fyrir alla notendur til að hittast og miðla af reynslu sinni og kynnast nýjungum í þróun búnaðar og verkefna á sviði landupplýsinga. Samhliða ráðstefnunni verður boðið uppá sýningu á nýjum verkefnum, búnaði og lausnum. Gert er ráð fyrir stuttum  kynningum ( 15-20 mínútur) í einum sal allan daginn. Þetta er dagur allra notenda landupplýsinga og góður vettvangur til þess að uppfæra þekkingu og tengslanet.

Tillögur um erindi og skráning sýnenda:
Þeir sem vinna með og nota landupplýsingar hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum, þ.m.t. framleiðendur, ráðgjafar og stjórnendur, eru hvattir til að senda inn tillögur um erindi þar sem fram kemur heiti á erindi, nafni fyrirlesara og stutta lýsingu á erindinu.

Sýnendur: Innifalið sýningarrými fyrir framan fyrirlestrasal og lógó á dagskrárefni og aðgangsmiði fyrir tvo gesti.

Tekið er á móti tillögum um erindi og sýnendur á netfangið: lisa@landupplysingar.is
Hlökkum til að heyra í ykkur!

Þátttökugjöld

Glæsileg heimsókn til Veðurstofunnar

Glæsilegar móttökur í vinnustaðheimsókn til Veðurstofu Íslands 
Mjög vel undirbúin og ítarleg kynning á gögnum Veðurstofu Íslands var haldin fyrir LÍSU félaga, 5. mars sl.  Ragnar Heiðar Þrastarson, Esther Hlíðar Jensen, Bogi B. Björnsson og Tryggvi Hjörvar fluttu erindi hvert á sínu sviði. Gestir fengu gott yfirlit um gagnavinnslu um jarðskjálfta, ofanflóð, vatnafar og jökla. Einnig var kynnt svonefnt gagnauga, sem  er gátt með upplýsingum frá athugunarstöðvum. Samantekt frá kynningunni og gögnum verður send til félaga fljótlega.

LÍSUFRÉTTIR janúar 2020

Aðalfundur LÍSU fimmtudaginn 27.febrúar 2020
Aðalfundur LÍSU verður haldinn 27. febrúar hjá Verkís,

Ofanleiti 2, Reykjavík, klukkan 13:15-15:30.
Fulltrúar og viðbótarfulltrúar eru kjörgengir í stjórn samtakanna og eru þeir sem áhuga hafa á stjórnarsetu beðnir um að hafa samband við skrifstofu LÍSU. Félagsmenn LÍSU fá fundarboð sent fyrir aðalfundinn.

Vinnustaðaheimsókn til Veðurstofu Íslands 5. mars
Þann 5. mars næstkomandi mun starfsfólk Veðurstofu Íslands taka á móti LÍSU-félögum að Bústaðavegi klukkan 15:00-16:00. Farið verður yfir fjölbreytt verkefni stofunnar og hvernig landupplýsingar og framsetning gagna á kortum spila sífellt stærra hlutverk í starfseminni. Boðið verður upp á kaffi og með og tekið verður á móti félagsmönnum að Bústaðavegi 7 (gamla Landsnets-húsið). Hlökkum til að sjá sem flesta!

Námskeið og vinnustofur
Viltu fara á námskeið til að bæta vinnubrögð og læra nýja tækni og aðferðir í gagnavinnslu og birting landupplýsinga?

Við erum að núna að taka á móti óskum um námskeið meðal annars í QGIS og um sjálfvirkna vinnslu gagna. Látið okkur vita um áhugaverð viðfangsefni sem ykkur langar að læra meira um og við setjum saman námskeið sniðin að ykkar þörfum.

 

Námskeið og vinnustofur

Námskeið og vinnustofur
Viltu fara á námskeið til að uppfæra og bæta vinnubrögð og læra nýja tækni og aðferðir í gagnavinnslu og birting landupplýsinga?

Við erum að núna að taka á móti óskum um námskeið m.a.í QGIS og sjálfvirkna vinnslu gagna. Látið okkur vita um áhugaverð viðfangsefni sem ykkur langar að læra meira um. Við setjum saman námskeið sniðin að ykkar þörfum.

LÍSUFRÉTTIR október 2019


Dagskrá haustráðstefnu LÍSU 2019
Okkur er ánægja að kynna fjölbreytta dagskrá haustráðstefnunnar, sem endurspeglar þá nýju tíma, þar sem landupplýsingar eru lykilgögn tækni í sjálfvirkni og vöktunar umhverfis
Dagskrá haustráðstefnu LÍSU
Nánar upplýsingar um erindin
Skráning ráðstefnugesta

Samráðsfundur LÍSU félaga
Haldinn mánudaginn 14. október hjá Vegagerðinni, Borgartúni 5-7, kl. 10-12.
Fjarfundabúnaður á staðnum
Samráðsfundur LÍSU félaga

Mælinganámskeið 13. nóvember
Grunnatriði fyrir vandaðar og  nákvæmar landmælingar,
vélstýringu og afhendingu gagna
Námskeið ætlað þeim sem vinna við eða hafa umsjón með
GPS/GNSS landmælingum
Haldið miðvikudaginn 13. nóvember 2019, kl. 9:00-16:30 í  Háskóla Íslands