Haustráðstefna LÍSU 2020
25. nóvember á Grand hótel
Átti að vera 29. október, frestað vegna veiru til 25. nóvember
Hin árlega haustráðstefna LÍSU verður haldin á Grand Hótel 25. nóvember og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá með erindum, kynningum og umræðum um ólík málefni sem varða þróun og notkun landupplýsinga.
Ráðstefna er vettvangur fyrir alla notendur til að hittast og miðla af reynslu sinni og kynnast nýjungum í þróun búnaðar og verkefna á sviði landupplýsinga. Samhliða ráðstefnunni verður boðið uppá sýningu á nýjum verkefnum, búnaði og lausnum. Gert er ráð fyrir stuttum kynningum ( 15-20 mínútur) í einum sal allan daginn. Þetta er dagur allra notenda landupplýsinga og góður vettvangur til þess að uppfæra þekkingu og tengslanet.
Tillögur um erindi og skráning sýnenda:
Þeir sem vinna með og nota landupplýsingar hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum, þ.m.t. framleiðendur, ráðgjafar og stjórnendur, eru hvattir til að senda inn tillögur um erindi þar sem fram kemur heiti á erindi, nafni fyrirlesara og stutta lýsingu á erindinu.
Sýnendur: Innifalið sýningarrými fyrir framan fyrirlestrasal og lógó á dagskrárefni og aðgangsmiði fyrir tvo gesti.
Tekið er á móti tillögum um erindi og sýnendur á netfangið: lisa@landupplysingar.is
Hlökkum til að heyra í ykkur!