GI Norden: BIM og GIS í norrænum sveitarfélögum, Vefkynning 26. maí

Byrjendanámskeið, Q GIS 11. maí 2021

Byrjendanámskeið í notkun Q GIS landupplýsingabúnaðar
11. maí 2021

Stafrænt aðalskipulag Eyja- og miklaholtshreppur
Alta ráðgjöf

Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS. Námskeiðið verður fjarfundabúnaði, nema aðstæður í samfélginu bjóði upp á annað. Á námskeiðinu verður farið er yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni.
Að námskeiði loknu ætti nemandi að vera orðin sæmilega sjálfbjarga hvað varðar helstu grunnaðgerðir og þætti  í QGIS og geta unnið einföld verkefni. Námskeiðið hefst kl 9.00 og lýkur um klukkan 16:30.
Dæmi um þá þekkingu og færni sem nemandi tileinkar sér:

Þekkja hnitakerfi og varpanir
Mismunandi gerðir landupplýsinga
Að geta lesið inn og dregið út gögn
Teiknað inn og skráð landupplýsingar
Hannað og aðlagað útlit og framsetningu gagna
Prenta út
Leiðbeinandi  Árni Geirsson hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta. Árni hefur
mikla reynslu af ráðgjöf og innleiðingu á QGIS á vinnustöðum.

Skráning: lisa@landupplysingar.is
Fjöldi þátttakenda 8 hámark. Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna um þátttöku eins fljótt og unnt er.  Nánari leiðbeiningar verða sendar út fyrir námskeiðið.   
Innifalið: námskeiðsgögn og  viðurkenningarskjal fyrir þátttöku
Námskeiðið er fyrir þá sem taka þátt í samstarfi LÍSU og er þátttökugjald kr. 45.000 kr.
Hægt er að panta sérsniðin vinnustaðanámskeið.
Vinsamlegast sendið auglýsinguna áfram til annarra sem kynnu að hafa áhuga!

Dagskrá og skráning á Vorráðstefnu LÍSU, 11 mars

Vorráðstefna LÍSU 2021 verður haldin 11.mars 
Ráðstefnan fer fram í Teams.  Þátttökugjald er kr 10.000 krónur.  Skráðir gestir fá aðgang að streymi á ráðstefnuna.  Upptökur og kynningar verða aðgengilegar eftir ráðstefnuna fyrir þátttakendur.
Félagsmenn geta skráð eins marga starfsmenn og þeir vilja. Þátttakendur fá sendan hlekk á ráðstefnuna þar sem verða kynningar og glærur fyrirlesara og spjallsvæði allra þátttakenda.
Skráning á 
lisa@landupplysingar.is
 
Hlökkum til að sjá ykkur!

 
Vorráðstefna LÍSU 11. mars
Grand Hótel, Reykjavík
Dagskrá
Opnunarfundur Covid og landupplýsingar kl 9:00-10:00
Opnun ráðstefnu Þórdís Sigurgestsdóttir, Faxafloahafnir,
formaður  LÍSU 
Ávarp  Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra      
Landupplýsingar og baráttan við COVID19 Stefán Guðlaugsson og Sölvi Þór Bergsveinsson, Samsýn
Mikilvægi smitrakningar og hagnýting landupplýsinga í Covid-19 faraldrinum Sigríður Haralds-Elínardóttir og   Áslaug Salka Grétarsdóttir, Landlæknisembættið
Kaffihlé  kl  10:00 – 10:10  
Uppbygging og aðgengi gagna  kl  10:10-11:30
Landupplýsingar fyrir sveitarfélög í tengslum við skipulag og framkvæmdir   Ragnar Frank  Kristjánsson,    sjálfstætt starfandi
Stafrænt skipulag Ólafur Árnason, Skipulagsstofnun  
Nafnið.is – Örnefnasafn gert aðgengilegt og leitarbært Emily Lethbridge, Stofnun Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum
Þjónustukort Byggðastofnunnar, Hlutverk, framvinda og áskoranir Þorkell Stefánsson, Byggðastofnun
Matur  kl 11:30-12:00
Uppbygging landupplýsingagrunna og aðgengi gagna
12:00-13:20
Landupplýsingar og sjálfbær landnýting Bryndís Marteinsdóttir, Landgræðslan
Gammabakgrunnur á Íslandi Gísli Jónsson, Geislavarnir ríkisins
Lifandi gögn í umhirðu borgarlandsins Jörgen Þormóðsson, Reykjavíkurborg
Landupplýsingar fyrir ákvörðunartöku Ásta Kristín Óladóttir,
Landmælingum Íslands
Kaffihlé   kl   13:20 – 13:30
Ferðir og umferð  kl  13:30-15:10
Frá fjöllum og út í sjó Jóhannes B. Jensson,
Umhverfistofnun  
1.000.000 kílómetrar af örflæði, hvað nú?  Eyþór Máni Steinarsson   framkvæmdastjóri Hopp
Rathlaupakort –
kortlagning og notkun
 Gísli Örn Bragason,
 Rathlaupafélagið Hekla
Breytt heimsmynd –
breyttar ferðavenjur
Kristinn Jón Eysteinsson, Reykjavíkurborg
Já’s new map: switching from
raster to vector
 Matt Riggott, Já.is
Umræður og ráðstefnuslit kl 15:10

 

 

Haustráðstefna LÍSU verður vorráðstefna og haldin 11. mars

Haustráðstefna LÍSU verður vorráðstefna og haldin 11. mars

Ráðstefnunni var frestað 25. nóvember var vegna galla í fjarfundabúnaði sem átti að nota. Ráðstefnan verður því haldin 11. mars og þá sem vorráðstefna. Miðað við aðstæður í samfélaginu vegna veirunnar verður vorráðstefnan  rafræn. Félagsmenn fá senda uppfærða dagskrá og frekari upplýsingar fljótlega. 

Byrjendanámskeið í notkun Q GIS landupplýsingabúnaðar 10. febrúar 2021

Byrjendanámskeið í notkun Q GIS
landupplýsingabúnaðar 10. febrúar 2021

Stafrænt aðalskipulag Eyja- og miklaholtshreppur
Alta ráðgjöf
Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS. Námskeiðið verður fjarfundabúnaði.  Á námskeiðinu verður farið er yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni. Að námskeiði loknu ætti nemandi að vera orðin sæmilega sjálfbjarga hvað varðar helstu grunnaðgerðir og þætti  í QGIS og geta unnið einföld verkefni.  Fyrirkomulag námskeiðins verður tilkynnt síðar með hliðsjón af ástandinu í samfélaginu vegna veirunnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið