Erlent samstarf, kynning

Landupplýsingar eru í örri þróun og nauðsynlegt fyrir LÍSU samtökin að taka þátt í norrænu og evrópsku samstarfi til þess að fylgjast með þróun og framvindu mála er snerta fyrirkomulag, notkun og aðgengi að landupplýsingum. Erlend samstarf hefur til þessa skilað miklu, í heimsóknum erlendra fyrirlesara hingað og kynningum á tilskipunum, stefnumörkunum og samræmingarverkefnum. LÍSU samtökin fá þannig ómetanlegar upplýsingar sem eru leiðbeinandi fyrir stefnumótunarvinnu á sviði landupplýsinga hér á landi og hafa verið hafðar að leiðarljósi fyrir starf samtakanna og verið faglegur grunnur fyrir vinnunefndir og þeirra starf. Þá hafa erlendir samstarfsaðilar leitað eftir þátttöku samtakanna í miðlun upplýsinga um stöðu mála hér á landi á sviði landupplýsinga.