LÍSUFRÉTTIR, janúar 2021

Aðalfundur LÍSU verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2021

Aðalfundur LÍSU verður haldinn 25. febrúar kl 13:15-15:30.
Fulltrúar og viðbótarfulltrúar eru kjörgengir í stjórn samtakanna
og eru þeir sem áhuga hafa á stjórnarsetu beðnir um  hafa
samband við skrifstofu LÍSU. Félagsmenn LÍSU fá fundarboð
sent fyrir aðalfundinn og þurfa að skrá sig á
netfangið lisa@landupplýsingar.isog fá þá senda vefslóð
á fundinn sem verður rafrænn í ljósi aðstæðna.

Byrjendanámskeið í notkun Q GIS landupplýsingabúnaðar
10. febrúar 2021

Stafrænt aðalskipulag Eyja- og miklaholtshreppur
Alta ráðgjöf
Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS. Námskeiðið verður fjarfundabúnaði, nema aðstæður í samfélginu bjóði upp á annað. Á námskeiðinu verður farið er yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni.
Að námskeiði loknu ætti nemandi að vera orðin sæmilega sjálfbjarga hvað varðar helstu grunnaðgerðir og þætti  í QGIS og geta unnið einföld verkefni.
Haustráðstefna LÍSU verður vorráðstefna og haldin 11. mars

Ráðstefnunni var frestað 25. nóvember var vegna galla í fjarfundabúnaði sem átti að nota. Ráðstefnan verður því haldin 11. mars og þá sem vorráðstefna. Miðað við aðstæður í samfélaginu vegna veirunnar verður vorráðstefnan  rafræn. Félagsmenn fá senda uppfærða dagskrá og frekari upplýsingar fljótlega.