Glæsilegar móttökur í vinnustaðheimsókn til Veðurstofu Íslands
Mjög vel undirbúin og ítarleg kynning á gögnum Veðurstofu Íslands var haldin fyrir LÍSU félaga, 5. mars sl. Ragnar Heiðar Þrastarson, Esther Hlíðar Jensen, Bogi B. Björnsson og Tryggvi Hjörvar fluttu erindi hvert á sínu sviði. Gestir fengu gott yfirlit um gagnavinnslu um jarðskjálfta, ofanflóð, vatnafar og jökla. Einnig var kynnt svonefnt gagnauga, sem er gátt með upplýsingum frá athugunarstöðvum. Samantekt frá kynningunni og gögnum verður send til félaga fljótlega. Myndir frá heimsókninni 5.mars sl
Glæsileg heimsókn til Veðurstofunnar
