Ísland í dag
Landupplýsingar eru kjarninn í þróun stafræns samfélags
Aukin sjálvirkni er hluti af daglegu lífi okkar og fyrir aukna notkun skynjara og sjálfvirkni þarf nákvæm landfræðileg gögn. Landupplýsingar verða til alls staðar í samfélaginu og þess vegna þarf heildstæða sýn og aðkomu margra ábyrgðaaðila að málaflokknum.
LÍSU samtökin eru einu frjálsu félagasamtökin á Íslandi sem hafa það að markmiði að markmiði að efla samstarf aðila með landupplýsingar og stuðla að aukinni útbreiðslu, notkun og samnýtingu gagna. Mikilvægur þáttur í samstarfinu er að miðla af reynslu og skýra verkferla fyrir samskipti með gögn. Þetta er brýnt viðfangsefni því ónákvæm gögn og óljósir verkferlar fela í sér meiri tíma í vinnu en annars þyrfti og oft erfitt mat á fyrirliggjandi gögnum. Athuganir erlendis sýna t.d. að með góðum og nákvæmum grunngögnum er hægt að lækka byggingakostnað verulega.
Hvers vegna að taka þátt í starfi LÍSU?
Fyrst og fremst til að efla frjálsan vettvang notenda landupplýsinga og stuðla að framgangi landupplýsinga á Íslandi í allra þágu.
Ávinningur af aðild
- Félagsmenn taka þátt innbyrðis virku tengslaneti þar sem sambærileg viðfangsefni og vandamál eru rædd
- LÍSU samtökin og félagsmenn fá til umsagnar gögn og frumvörp stjórnvalda sem varða hagsmuni notenda. Samtökin kynna og fjalla um aðgerðir stjórnvalda með félagsmönnum og fylgja eftir ábendingum sem frá þeim koma
- Félagsmenn taka þátt í samráðsfundum þar sem rædd eru verkefni og vandamál sem félagsmenn glíma við og stuðla þannig að þróun á verklagsreglum og öruggari samskiptum með gögn
- Félagsmenn fá afslátt á ráðstefnur og fundi
- Félagsmenn koma með ábendingar um áherslur og viðfangsefni fyrir námskeið og ráðstefnur samtakanna
- Félagsmenn kynna starfsemi sína, vörur og þjónustur, á viðburðum samtakanna
- Félagsmenn fá fréttabréf og aðrar upplýsingar um þróun innan málaflokksins innan lands og erlendis
- Félagsmenn efla frjálsan vettvang notenda landupplýsinga með aðild og stuðla að framgangi landupplýsinga á Íslandi í allra þágu
Hverjir eru í LÍSU?
Nú eru í samtökunum margir af helstu hagsmunaðilum, stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki sem eru leiðandi í framleiðslu, notkun og miðlun landupplýsinga. Félagsmenn LÍSU, fulltrúar 56 stofnana, skóla, fyrirtækja og sveitarfélaga, gegna mikilvægu hlutverki í þróunarstarfi samtakanna, þeir hittast á fundum, taka þátt í nefndarstarfi og greina vandamál og leita sameiginlegra lausna. Fulltrúarnir gefa góða mynd af hinu íslenska umhverfi á sviði landupplýsinga.
Nýir aðilar, febrúar 2021
Landbúnaðarháskóli Íslands
Nýir aðilar 2020
Strætó
Ferðafélag Íslands
Byggðastofnun
Nýir aðilar 2019
Borgarbyggð
Verkfræðistofan Vista
dji.is
Ja.is
Landsnet
Nýir aðilar á árinu 2018
Akraneskaupstaður,
Mosfellsbær
VSÓ ráðgjafafyrirtæki