LÍSUFRÉTTIR Ágúst 2019

Nýtt útlit á heimasíðu LÍSU 

heimasíða.jpg
LÍSU samtökin uppfærðu útlit heimasíðunnar í sumar, þannig að það ætti að vera auðveldara
að finna nýjar upplýsingar hvort sem er í símanum eða tölvu.
Við munum hafa skráningarham á síðunni fyrir viðburði og þá er boðið uppá lokað svæði fyrir félagsmenn.
Á lokaða svæðinu eru upplýsingar um rekstur og innra starf, vinnunefndir og samráðsfundi.
Á opna svæðinu verða eins og áður áfram settar allar almennar tilkynningar og efni sem varðar alla notendur landupplýsinga.
Félagsmenn eru beðnir að skrái sig á síðunni LÍSU félagar” og fá þá sent aðgangsorð.
Heimasíðan er enn í vinnslu og verið að setja inn upplýsingar og gögn.

Q-GIS námskeið haldið 12. september!

DSCN1107.JPG
Á námskeiðinu verður farið er yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök,
auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota
landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni með staðtengd gögn og birta gögnin á korti.
Að námskeiði loknu ætti nemandi að vera orðin sæmilega sjálfbjarga hvað varðar helstu grunnaðgerðir og þætti
í Q-GIS og geta unnið einföld verkefni.
Skráning á netfangið:  lisa@landupplysingar.is

Haustráðstefna LÍSU 31. október

image.png
Haustráðstefna LÍSU verður haldin fimmtudaginn 31. október á Hótel Natura, Reykjavík. Takið daginn frá!
Ráðstefnan verður allan daginn. Við horfum vítt yfir sjónarsviðið á ólík viðfangsefni eins og aðgengi að gögnum, skipulag, gervigreind, sjálfvirkni, dróna og snjallsamfélagið. Í dagskrána eru þegar komin áhugaverð erindi , meðal annars  frá nýjum félögum í samtökunum.
Enn eru laust pláss í dagskránni ef þið viljið koma á framfæri efni sem ástæða til er að kynna fyrir notendum.
 Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu verða birtar fljótlega.
Sendið inn tillögur um erindi á netfangið: lisa@landupplysingar.is