LÍSUFRÉTTIR maí 2020
Q GIS námskeið 26. maí
Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS.
Á námskeiðinu verður farið er yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni. Að námskeiði loknu ætti nemandi að vera orðin sæmilega sjálfbjarga hvað varðar helstu grunnaðgerðir og þætti í QGIS og geta unnið einföld verkefni. Námskeiðið hefst kl 9.00 og lýkur um klukkan 16:30. Nánar
Haustráðstefna LÍSU 29. október
Hin árlega haustráðstefna LÍSU verður að þessu sinni haldin á Grand Hótel og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá með erindum, kynningum og umræðum um ólík málefni sem varða þróun og notkun landupplýsinga.
Ráðstefna er vettvangur fyrir alla notendur til að hittast og miðla af reynslu sinni og kynnast nýjungum í þróun búnaðar og verkefna á sviði landupplýsinga. Samhliða ráðstefnunni verður boðið uppá sýningu á nýjum verkefnum, búnaði og lausnum. Gert er ráð fyrir stuttum kynningum ( 15-20 mínútur) í einum sal allan daginn. Þetta er dagur allra notenda landupplýsinga og góður vettvangur til þess að uppfæra þekkingu og tengslanet. Nánar
Tekið er á móti tillögum um erindi og sýnendur á netfangið: lisa@landupplysingar.is
Hlökkum til að heyra í ykkur!
Fylgst með fjarlægð milli borða
Háskólinn og sveitarfélagið í Lundi, Svíþjóð athuga nú hvort hægt
sé að nota gervihnattamyndir og gervigreind til þess að fylgjast
með fjarlægð milli borða á veitingastöðum.
Sydsvenskan 11. maí 2020