Byrjendanámskeið í notkun Q GIS landupplýsingabúnaðar
11.maí 2021

Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS. Námskeiðið verður fjarfundabúnaði, nema aðstæður í samfélginu bjóði upp á annað. Á námskeiðinu verður farið er yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni.
Að námskeiði loknu ætti nemandi að vera orðin sæmilega sjálfbjarga hvað varðar helstu grunnaðgerðir og þætti í QGIS og geta unnið einföld verkefni. Námskeiðið hefst kl 9.00 og lýkur um klukkan 16:30.
Dæmi um þá þekkingu og færni sem nemandi tileinkar sér:
Þekkja hnitakerfi og varpanir
Mismunandi gerðir landupplýsinga
Að geta lesið inn og dregið út gögn
Teiknað inn og skráð landupplýsingar
Hannað og aðlagað útlit og framsetningu gagna
Prenta út
Leiðbeinandi Árni Geirsson hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta. Árni hefur
mikla reynslu af ráðgjöf og innleiðingu á QGIS á vinnustöðum.
Skráning: lisa@landupplysingar.is
Fjöldi þátttakenda 8 hámark. Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna um þátttöku eins fljótt og unnt er. Nánari leiðbeiningar verða sendar út fyrir námskeiðið.
Innifalið: námskeiðsgögn og viðurkenningarskjal fyrir þátttöku
Námskeiðið er fyrir þá sem taka þátt í samstarfi LÍSU og er þátttökugjald kr. 45.000 kr.
Hægt er að panta sérsniðin vinnustaðanámskeið.
Vinsamlegast sendið auglýsinguna áfram til annarra sem kynnu að hafa áhuga!