Umsókn um aðild að LÍSU

Umsókn um aðild að LÍSU, samtökum landupplýsingar á Íslandi, 2021

Aðild að samtökunum er með tvennu móti. Annars vegar full aðild stofnana, fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka, en hana hafa svo nefndir fulltrúar. Hins vegar almenn aðild sem einstaklingar hafa, nefnast þeir almennir félagar.

Sami aðili með fulla aðild, getur átt marga fulltrúa og/eða almenna félaga í samtökunum. Ef um fleiri en einn fulltrúa er að ræða, er einn þeirra nefndur aðalfulltrúi en hinir viðbótarfulltrúar. Fulltrúar og almennir félagar hafa full réttindi í samtökunum, þ.m.t. atkvæðisrétt á fundum og kjörgengi. Fulltrúi má tilnefna varamann, sem kemur fram fyrir hönd fulltrúans í fjarveru hans og hefur sömu réttindi og skyldur. Aðildar­gjald fyrir fulla aðild er kr. 146.000. Aðildar­gjald fyrir við­bótar­full­trúa er kr. 73.000. Aðildargjald fyrir almenna félaga er kr. 14.500.

Sjá nánar  Vinnureglur_adild_2021 

Senda þarf eftirtaldar upplýsingar á skrifstofu samtakanna:

Nafn: Stofnun/fyrirtæki/sveitarfélag
Heimilisfang, Póstfang, Kennitala
Nöfn aðila
Aðalfulltrúi:
Nafn, deild/starsfheiti og netfang
Viðbótarfulltrúar:
Nafn, deild/starsfheiti og netfang
Almennir félagsmenn: aukaaðild einstaklinga
Nafn, deild/starsfheiti og netfang

Skrifstofa LÍSU samtakanna er hjá Landgræðslunni, Árleyni 22, Keldnaholti, Reykjavík. Viðtalstímar eru frá kl. 13:00-15:00 mánudaga- fimmtudaga í síma 663 0176
Netfang: lisa@landupplysingar.is