Vinnustaðaheimsókn til Veðurstofu Íslands 5. mars nk

Vinnustaðaheimsókn til Veðurstofu Íslands

Þann 5. mars næstkomandi mun starfsfólk Veðurstofu Íslands taka á móti LÍSU-félögum að Bústaðavegi. Farið verður yfir fjölbreytt verkefni stofunnar og hvernig landupplýsingar og framsetning gagna á kortum spila sífellt stærra hlutverk í starfseminni. Boðið verður upp á kaffi og með og tekið verður á móti félagsmönnum að Bústaðavegi 7 (gamla Landsnets-húsið). Hlökkum til að sjá sem flesta.