LÍSUFRÉTTIR maí/júní 2019-


HORFT TIL FRAMTÍÐAR Í NOTKUN LANDUPPLÝSINGA
Ráðstefna á vegum LÍSU samtakanna  24. maí á Grand hótel, Sigtúni, Reykjavík 
kl 13:00-16:30

Á vorráðstefnu LÍSU samtakanna að þessu sinni sjáum við dæmi um notkun landupplýsinga með framtíðina að leiðarljósi. Erindin fjalla um notkun nýrrar tækni við öflun og greiningu gagna og not landupplýsinga í myndlist þar sem horft er til framtíðar. Eftir kaffihlé er boðið upp á erindi um áskoranir og framtíðarsýn í landupplýsingamálum almennt og í vinnu við Landsskipulagsstefnu og Borgarlínu

Dagskrá ráðstefnunnar   Lýsing á erindum
Skráning: lisa@landupplysingar.is

VINNUSTAÐAHEIMSÓKN TIL NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR
Náttúrufarsgögn Náttúrufræðistofnunar –– Vinnustaðaheimsókn 7. júní 2019 kl. 11:00–12:00. 

LÍSU félögum er boðið í heimsókn hjá NÍ þar sem kynnt verður landupplýsingavinna stofnunarinnar. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 7. júní í Krummasal  Náttúrufræðistofnunar í Garðabæ, Urriðaholtsstræti 6–8. Fyrir skipulag fundarins væri gott að heyra í þeim sem hafa áhuga á að mæta. Sendið póst á netfangið lisa@landupplysingar.is


QGIS námskeið 12. september


Á námskeiðinu verður farið er yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni. Að námskeiði loknu ætti nemandi að vera orðin sæmilega sjálfbjarga hvað varðar helstu grunnaðgerðir og þætti  í QGIS og geta unnið einföld verkefni.
Leiðbeinandi  Árni Geirsson hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta. Árni hefur
töluverða reynslu af ráðgjöf og innleiðingu á QGIS á vinnustöðum.
Skráning: lisa@landupplysingar.is
Fjöldi þátttakenda 10 hámark. Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið vinsamlegast beðnir um að tilkynna um þátttöku eins fljótt og unnt er. Nánari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu LÍSU

Haustráðstefna LÍSU verður haldin fimmtudaginn 31. október á Hótel Natura, Reykjavík 
Við erum byrjuð að taka á móti tillögum um erindi og sýningarrými.
Takið daginn frá!

Kynningarefni frá félögum

cid:image001.gif@01C88041.A0FB1C20

Okkur er sönn ánægja að geta formlega tilkynnt og staðfest þátttöku stofnanda Esri, Jack Dangermond, á ArcÍs ráðstefnunni okkar í ár.

Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 11. september í húsakynnum Hótel Natura. Við hvetjum þig því til að taka daginn frá.

Að vanda auglýsum við eftir erindum frá notendum okkar og ef þú telur að þitt erindi eigi erindi þá endilega hafðu samband við okkur. Við sendum þér línu þegar nánari upplýsingar um dagskrá liggja fyrir.