Hafðu samband

Aðild

MARGAR GÓÐAR ÁSTÆÐUR

fyrir því að taka þátt í starfi LÍSU

Ávinningur af aðild

  • Félagsmenn taka þátt innbyrðis virku tengslaneti þar sem sambærileg viðfangsefni og vandamál eru rædd
  • LÍSU samtökin og félagsmenn fá til umsagnar gögn og frumvörp stjórnvalda sem varða hagsmuni notenda. Samtökin kynna og fjalla um aðgerðir stjórnvalda með félagsmönnum og fylgja eftir ábendingum sem frá þeim koma
  • Félagsmenn taka þátt í samráðsfundum þar sem rædd eru verkefni og vandamál sem félagsmenn glíma við og stuðla þannig að þróun á verklagsreglum og öruggari samskiptum með gögn
  • Félagsmenn fá afslátt á ráðstefnur og fundi
  • Félagsmenn koma með ábendingar um áherslur og viðfangsefni fyrir námskeið og ráðstefnur samtakanna
  • Félagsmenn kynna starfsemi sína, vörur og þjónustur, á viðburðum samtakanna
  • Félagsmenn fá fréttabréf og aðrar upplýsingar um þróun innan málaflokksins innan lands og erlendis
  • Félagsmenn efla frjálsan vettvang notenda landupplýsinga með aðild og stuðla að framgangi landupplýsinga á Íslandi í allra þágu

Hverjir eru í LÍSU?

Nú eru í samtökunum margir af helstu hagsmunaðilum, stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki sem eru leiðandi í framleiðslu, notkun og miðlun landupplýsinga. Félagsmenn LÍSU, fulltrúar 56 stofnana, skóla, fyrirtækja og sveitarfélaga, gegna mikilvægu hlutverki í þróunarstarfi samtakanna, þeir hittast á  fundum, taka þátt í nefndarstarfi og greina vandamál og leita sameiginlegra lausna. Fulltrúarnir gefa góða mynd af hinu íslenska umhverfi á sviði landupplýsinga.

Umsókn um aðild að LÍSU, samtökum landupplýsingar á Íslandi, 2021

Aðild að samtökunum er með tvennu móti. Annars vegar full aðild stofnana, fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka, en hana hafa svo nefndir fulltrúar. Hins vegar almenn aðild sem einstaklingar hafa, nefnast þeir almennir félagar.

Sami aðili með fulla aðild, getur átt marga fulltrúa og/eða almenna félaga í samtökunum. Ef um fleiri en einn fulltrúa er að ræða, er einn þeirra nefndur aðalfulltrúi en hinir viðbótarfulltrúar. Fulltrúar og almennir félagar hafa full réttindi í samtökunum, þ.m.t. atkvæðisrétt á fundum og kjörgengi. Fulltrúi má tilnefna varamann, sem kemur fram fyrir hönd fulltrúans í fjarveru hans og hefur sömu réttindi og skyldur. Aðildar­gjald fyrir fulla aðild er kr. 146.000. Aðildar­gjald fyrir við­bótar­full­trúa er kr. 73.000. Aðildargjald fyrir almenna félaga er kr. 14.500.

Sjá nánar  Vinnureglur_adild_2021 

Senda þarf eftirtaldar upplýsingar á skrifstofu samtakanna:

Nafn: Stofnun/fyrirtæki/sveitarfélag
Heimilisfang, Póstfang, Kennitala
Nöfn aðila
Aðalfulltrúi:
Nafn, deild/starsfheiti og netfang
Viðbótarfulltrúar:
Nafn, deild/starsfheiti og netfang
Almennir félagsmenn: aukaaðild einstaklinga
Nafn, deild/starsfheiti og netfang

Netfang: lisa@landupplysingar.is

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

DanishEnglishIcelandic