Hvað eru landupplýsingar?

Ef þú hefur einhvern tímann notað kortaþjónustur á netinu þá hefur þú verið að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi (GIS).  Í snjallsíma getum við fundið leiðir strætisvagna og fundið á korti hvar næsta sundlaug er. Drónar eru gott dæmi um nýjar leiðir í öflun landupplýsinga, en þeir eru notaðir við eftirlit, vöktun, kortlagningu.

Landupplýsingar eru vettvangur LÍSU samtakanna, að efla samstarf, samnýtingu landfræðilegra gagna og aukin gæði slíkra gagna.

Allt gerist einhver staðar og staðsetning fyrirbæra og hluta. Landupplýsingakerfi og birting gagna á korti skiptir máli fyrir daglegt líf fólks og fyrir faglega greiningarvinnu.  Með greiningu landupplýsinga er hægt að fá svör við því hvernig fyrirbæri og hlutir tengjast gegnum staðsetningu.

Upplýsingar um landfræðilegar aðstæður, nefnt landfræðilegar upplýsingar og oft stytt í landupplýsingar (LU), verða sífellt mikilvægari í okkar samfélagi.

Það að safna og greina landupplýsingar er ekki nýtt af nálinni. Sú vinna hefur farið fram í mörg hundruð ár, en án hjálpar töluvtækninnnar. Landupplýsingar eru ein tegund upplýsinga, að lýsa landfræðilegri dreifingu í heiminum. Hvað er hvar? Hingað  til hefur landfræðilegum upplýsingum verið dreift einkum  í frásögnum og lýsingum í texta eða í vandlega teiknuðum kortum.

Það er aðeins á undanförnum áratugum sem töluvkerfi auðvelduðu fólki þessa vinnu. Í landupplýsingakerfum er hægt að geyma og  breyta gögnum, tengja saman og setja fram þessi gögn á myndrænan hátt þannig að staðsetning atburða og hluta komi fram.

Hvað eru landupplýsingar?

Landupplýsingar lýsa hlutum; staðsetningu, afmörkun og eiginleikum.  Landupplýsingar gefa upp staðsetningu hluta og fyrirbæra, segja til dæmis hvar mannvirki eru eða lýsa lögun landfræðilega fyrirbæra eins skóga, lóða, vatna, vega eða landsvæða.

Landupplýsingar er hægt að tengja við staðsetningu ( skilgreint sem punktur, svæði eða magn) á jörðinni, einkum upplýsingar um náttúrufyrirbæri, menningarlega og mannlega þætti. Staðsetningargögnin geta verið tiltekin hnit eða staðsetning með minni nákvæmni eins og svæði, t.d. heimilisföng, póstföng, stjórnslýslumörk eða svæði eða jafnvel ríki.

Að vita hvað gerist hvar og hvernig atburðir tengjast
Fólk spyr spurninga til þess að fá svör. Landupplýsingar veita svör við spurningum sem hafa landfræðilega skírskotun: Við getum spurt: Hvaða gönguleið er best fyrir barnið mitt í skólann?  Hvaða þjónusta er í næsta nágrenni við húsið sem við erum að hugsa um að kaupa?

Landupplýsingar eru mikilvægar, vegna þess að landfræðilegt rými er grundvöllur allra athafna mannsins. Allt gerist einhvers staðar, frá vöggu til grafar og á öllum sviðum lífs. Jákvæðir atburðir, eins og fæðing, skólaganga, gifting, vinna, ferðalög, en einnig neikvæðir atburðir eins og glæpir, hamfarir og dauði, allt á sér stað einhvers staðar.

Hvað er landupplýsingakerfi?

Margar spurningar hafa landfræðilega skírskotun. Við viljum ekki aðeins vita hvað er að gerast og af hverju, heldur einnig hvar eru hlutirnir að gerast. Um leið og skoðað er hvar atburðir gerast er hægt að skoða samhengi atburða sem eru tengdir sama stað eða svæði. Þessi athugun fer fram með samtengingu landupplýsinga í landupplýsingakerfum.

Í landupplýsingakerfi eru gögn tengd staðsetningu. Staðsetningu er hægt að skilgreina með hnitum eða á hefðbundnari hátt t.d. eftir heimilisföngum eða póstnúmerum.

Í landupplýsingakerfum eru gögn um auðlindir jarðar, náttúruvá og breytingar á umhverfinu vaktaðar og greindar.

Úrvinnsla með staðtengdum  upplýsingum getur verið mjög einföld t.d. finndu alla kínverska veitingastaði innan við 500 metra eða þá mun flóknari  t.d. að rannsaka samband á milli stefnu stjórnvalda og lífskjara á tilteknu svæði.

Með landupplýsingakerfi er hægt að kalla fram samhengi eða tengsl á milli upplýsinga út frá tiltekinni staðsetningu, t.d samband á milli varpstaða tiltekinna fuglategundar og gróðurfars eða landslags. Mismunandi þekjur af gögnum frá sama svæði er hægt að tengja saman og vinna með á marga vegu. Við þannig samtengingu eykst gildi upplýsinganna mikið. Það að tengja atburði og hluti við staði er áhrifamikið verkfæri í að skilja, rannsaka og greina þann heim sem við lifum í.   

Landbúnaður: Að fylgjast með landbúnaðarframleiðslu og ræktun.

Landnotkun og landeignaskrá: LUK er notað til að viðhalda stafrænum kortum yfir lóðir og reiti og landamerki.

Fyrir framkvæmdir og vöktun umhverfis þarf nákvæm mæligögn um landshætti.

Markaðsfræði: Að finna hvar hugsanlegir viðskiptavini eru eða búa og við greining á viðskiptavinum.

Umhverfismál: Landupplýsingakerfi er notað í eftirliti og líkönum fyrir umhverfisvöktun.

Skipulag og  landnotkun: Stafræn kort þar sem ólíkir gagnagrunnar eru tengdir saman.

Almannvarnir: Með landupplýsingakerfi er sjúkrabílum leiðbeint á bestu leið að slysstað.

Vöruflutningar og umferðareftirlit: Með landupplýsingakerfi er hægt að reikna út og staðsetja farartæki og fylgjast með ferðum þeirra.

Lagnir og veitukerfi:  Við eftirlit með flutning efna, viðhald og uppbyggingu lagnakerfa er notað landupplýsingakerfi.

Ferðir og ferðamál:  Við skipulag ferða almennings og eftirlit, umsjón og rannsóknir yfirvalda  eru notuð landupplýsingakerfi.

Hér er erindi um landupplýsingar alls staðar flutt á UT messunni febrúar 2014 um internet hlutanna, skynjara og ólíkar þarfir notenda

Landupplýsingar alls staðar

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply