LÍSUFRÉTTIR apríl/maí 2019

Picture1.jpg

Vorráðstefna LÍSU 2019

24. maí Grand hótel Reykjavík kl. 13.00-16:30. ÞEgar komnar nokkrar tillögur um erindi. Tekið á móti tillögum um erindi til 6. maí.


Vinnustaðaheimsókn.jpg

Vel heppnuð vinnustaðaheimsókn 
„Gjaldfrjáls gögn LUKR“   Vinnustaðaheimsókn 9. apríl
LÍSU félögum var boðið að heimsækja LUKR landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar. 
Þórarinn Jóhannsson og Jörgen Þormóðsson sýndu gestum hvar er náð í gögn og hvernig. Góðar umræður voru í lokin um margvísleg not gagnanna.

Þeir LÍSU félagar sem vilja halda vinnustaðaheimsókn, hafið endilega samband við okkur.

kveðja

Þorbjörg

LÍSUFRÉTTIR Febrúar 2019

  • Aðalfundur LÍSU samtakanna var haldinn fimmtudaginn 21. febrúar hjá Vegagerðinni, Borgartúni, Ryekjavík kl. 13:15.
  • Stjórn LÍSUvar öll endurkjörinn. Ársreikningar samþykktir og almenn stefnumótun. Þá voru kynntir helstu atburðir og starfsemi á næstunni á vegum samtakanna.
  • Atburðir framundan:
  • Grunnámskeið SQL fyrir byrjendur 28. og 29. mars
  • Námskeið um verklag og skipulag gagnagrunna, 11. apríl
  • Námskeið: Umsjón með landupplýsingum í maí
  • Vorráðstefna 24. maí
  • Haustráðstefna 31. október

LÍSUFRÉTTIR janúar 2019

Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnu ári!
1. Aðalfundur LÍSU verður haldinn fimmtudaginn 21.febrúar
hjá Vegagerðinni, Borgartúni 5-7 og fá félagsmenn sent fundarboð fyrir fundinn.Þeir sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu hafið samband við skrifstofu LÍSU.
2. Erindi frá jólaráðstefnu LÍSU 29. nóvember sl. eru komin á heimasíðuna.
3. Á heimasíðu LÍSU er forsíðunni svæði fyrir kynningarefni frá félagsmönnum, endilega nýtið ykkur það!

LÍSUFRÉTTIR Nóvember 2018

LÍSUFRÉTTIR Nóvember 2018

image.png
Samráðsfundur LÍSU félaga 6. nóvember – skráning nauðsynleg
Nánari upplýsingar í fundarboði til félagsmanna
Nokkur sæti enn laus á námskeið um notkun SQL til vinnslu og greininga landupplýsinga
Lágmarksfjöldi þátttakenda er 8 manns og hámark 12 manns. Fyrir skipulag og undirbúning námskeið eru þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið vinsamlegast beðnir um að tilkynna um þátttöku eins fljótt og unnt er. Skráning er bindandi frá og með 5. nóvember.


Jólaráðstefna LÍSU samtakanna 2018
verður haldin 29. nóvember í Norræna húsinu, kl. 13:00-16:30.  Jólaleg stemmning  í notalegu umhverfi. Tekið á móti tillögum um erindi til og með 16. nóvember!

Flest öll erindin frá haustráðstefnu LÍSU 26. október sl. eru nú aðgengileg á vef samtakanna  www.landupplysingar.is