Erindi á Vorráðstefnu LÍSU 2019

Notkun staðsetningartækja til að kanna far sauðfjár í sumarhögum
Bryndís Marteinsdóttir, Landgræðslan

Sumarið 2018 hófust rannsóknir á fari sauðfjár í sumarhögum. Yfir beitartímann er staðsetning lambáa skráð á 6 tíma fresti með staðsetningartækjum. Gögnin verða m.a. nýtt til að ákvarða  í hvernig gróðurlendi sauðfé sækir helst og til að kanna hvernig far sauðfjár breytist á milli ára og svæða. Verkefnið er samstarfsverkefni Landgræðslunnar, Landssamtaka sauðfjárbænda og einstakra bænda og styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. 

Áskoranir í landupplýsingamálum
Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, LÍSA samtök

Í erindinu er fjallað um mikilvægi landupplýsinga í þeim áskorunum sem fylgja nýrri ný tækni og loftslagsbreytingum. Fjallað er um hvernig gervigreind og sjálvirkni verður sífellt mikilvægari í vinnslu landupplýsinga og hvernig stjórnvöld takast á við þessar áskoranir með auknu aðgengi að góðum landupplýsingum. Erindið byggir á gögnum frá fundum og ráðstefnum hjá EUROGI og GI Norden.

Kortagerð sem myndlist – future Cartography
Rúrí myndlistamaður

Rúrí hefur að undanförnu verið að vinna með kortagerð í sínum verkum. Hún notar hefðbundnar aðferðir kortagerðarmanna við gerð stafrænna korta, og byggir á upplýsingum úr opnum gagnasöfnum sem eru meðal annars unnin út frá gervihnattamyndum, svo sem hæðargögn úr ASTER GDEM gagnasafninu sem er í eigu geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og geimvísindastofnunar Japans (METI), en einnig er stuðst við önnur gagnasöfn eins og Marine Geoscience Data System og gagnasöfn um: þéttleika byggðar, ár og vötn og svo framvegis. Framtíðin er sýnd í kortum og horft á loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær geta haft t.d. á strandlínuna.

Helena Björk Valtýsdóttir, Skipulagsstofnun
Loftslag, landslag, lýðheilsa
Viðauki við Landsskipulagsstefnu 2015–2026
Landsskipulagsstefna felur í sér stefnu ríkisins í skipulagsmálum, til leiðbeiningar fyrir skipulagsgerð sveitarfélaga og aðra áætlanagerð um þróun byggðar og landnýtingu. Landsskipulagstefna er unnin á grundvelli skipulagslaga og reglugerðar um landsskipulagsstefnu.
Landsskipulagsstefnu er fyrst og fremst framfylgt í gegnum skipulagsáætlanir sveitarfélaga, þ.e. svæðis-, aðal- og deiliskipulag. Hún getur einnig haft áhrif á áætlanir stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða landnotkun, svo sem um samgöngur eða orkumál. Þá getur hún einnig falið í sér tiltekin verkefni, svo sem leiðbeiningar- eða þróunarverkefni, til að hrinda markmiðum stefnunnar í framkvæmd.
Ráðherra fól Skipulagsstofnun sumarið 2018 að hefja vinnu við gerð viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015–2026 þar sem mótuð verði nánari stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála. Við mótun stefnunnar verði litið til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og jafnframt yfirfarin ákvæði gildandi landsskipulagsstefnu um skipulagsmál haf- og strandsvæða. Stefna um nýju viðfangsefnin – loftslag, landslag og lýðheilsu – kemur þannig til viðbótar og dýpkunar á þeirri stefnu sem fyrir er í Landsskipulagsstefnu 2015–2026. Farið verður yfir nokkur af framfylgdarverkefnum Landsskipulagsstefnu s.s. Mannvirki á miðhálendinu og Víðernaverkefni.

Borgarlína og landupplýsingar
Lilja Guðríður Karlsdóttir, Reykjavíkurborg
Lilja fjallar um Borgarlínu verkefnið út frá landupplýsingum og þá kannski einna helst skortinum á gögnum um starfafjölda og staðsetningu starfa. Út frá slíkum gögnum er nefnilega hægt að gera frábærar greiningar í GIS um ”commuter patterns”