LÍSUFRÉTTIR júní 2015

LÍSUFRÉTTIR júní 2015

  • Námskeið: Notkun SQL til vinnslu og greiningar á landupplýsingum í gagnagrunnumhaldið 15. og 16. september, hjá Simey, Þórsstíg 4, 600 Akureyri

Uppselt var á  fyrsta námskeiðið sem var haldið í febrúar sl. og er námskeiðið nú haldið aftur og einkum horft til notenda á Norðurlandi, en aðrir eru að sjálfsögðu velkomnir!

Lýsing á námskeiði, verð og nánara fyrirkomulag

  • Erindi frá ráðstefnunni Landupplýsingar alls staðar, drónar alls staðar, haldin 27. maí sl.

eru aðgengileg á heimasíðu LÍSU  Fleiri erindi koma inn síðar. Rúmlega 40 manns sóttu ráðstefnuna og voru þar líflegar umræður um þróun og notkun ómannaðra loftfara.

  • Lifelong learning, GI N2K Fréttabréf 2,  m.a. niðurstaða könnunar um bilið milli framboðs og eftirspurnar á framhaldsmenntun í landupplýsingafræðum. Sagt frá Þekkingar Wiki sem er vefviðmót í þróun og sagt frá  stefnumótun fyrir áframhaldandi vinnu við  þekkingarsvið landuppýsinga.  Heimasíða GI N2K
  • Aukið aðgengi að opinberum upplýsigum. Ný útgáfa af Tilskipun um endurnot opinberra upplýsinga hefur verið kynnt í Svíþjóð.  Aukið aðgengi að opinberum upplýsingum þar á meðal landupplýsingum og ýmsum þjónustum þeim tengdum
  • Minnum á haustráðstefnu LÍSUsem verður haldin 22. október. Takið daginn frá og og þau ykkar sem hafa áhuga á að vera með erindi á ráðstefnunni geta sent inn tillögur á netfangið: lisa@landupplysingar.is. Nánar auglýst síðar.