LÍSUFRÉTTIR september 2018

 

Haustráðstefna LÍSU 2018

Við kynnum hér dagskrá haustráðstefnu LÍSU. Á dagskránni eru 15 erindi frá stofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum.

Dagskrá haustráðstefnu LÍSU 2018 og nánari upplýsingar

Þeir sem vilja taka þátt í sýningu eða vera með veggspjald senda inn upplýsingar á netfangið lisa@landupplysingar.is

Skráning er hafin og sendið upplýsingar um vinnustað og nafn gesta á netfangið lisa@landupplysingar.is

 • Námskeið
  Notkun SQL til vinnslu og greiningar á landupplýsingum í gagnagrunnum 
  haldið 20. og 21.  nóvember í Háskóla Íslands
 • LÍSU samtökin héldu árin 2015 og 2016 sérhæfð námskeið í notkun SQL fyrirspurnarmálsins í vinnu með landupplýsingar beint í gagnagrunnum. Þessi námskeið voru vel sótt og bjóðum nú aftur upp á þau.
  Mikið hagræði getur verið af því að geta unnið beint með gögnin í gagnagrunnum og þau svo verið aðgengileg í GIS kerfum.
  Takmarkaður fjöldi kemst að þar sem gefinn er góður tími fyrir verklega kennslu. Þátttakendur fá námskeiðsgögn nokkru fyrir námskeið til þess að geta undirbúið sig betur.
  Lýsing á námskeiði