SQL námskeið hafa verið haldin undanfarin ár hjá LÍSU. Hér er lýsing á framhaldsnámskeiði í notkun SQL. Ef þu hefur áhuga á fjarnámskeiði eða fámennu námskeiði í Reykjavík,láttu okkur vita og við leysum málið.
Venslagagnagrunnar eru algengir til geymslu á landupplýsingum en í flestum tilfellum þá er GIS hugbúnaður notaður til að setja inn gögnin, breyta þeim og vinna landfræðilegar greiningar. Flestir stærri gagnagrunnframleiðendur bjóða upp á viðbót við gagnagrunnana þannig að hægt er að vinna með landupplýsingar með SQL fyrirspurnarmáli. Með því að nota SQL þá gefst möguleiki á að því að vinna með gögnin beint án þess að nota sérstök GIS kerfi en gögnin eru samt sem áður aðgengileg til vinnslu í GIS kerfum. SQL fyrirspurnarmálið er sambærilegt á öllum stærri gagnagrunnum en nokkur munur getur verið á sértækum fyrirspurnum í SQL fyrir landupplýsingar þó svo að aðferðafræðin sé sú sama. Á námskeiðinu verður kennt á PostgreSQL gagnagrunn með PostGIS viðbót. PostgreSQL er opinn og ókeypis hugbúnaður og er ætlast til að nemendur mæti með fartölvu á námskeiðið með uppsettan PostgreSQL/PostGIS gagnagrunn.
Fyrri dagur
Framhald af fyrra námskeiði í gagnagrunnsvinnslu. Haldið verður áfram að fjalla um vinnslu í PostGRE/PóstGIS, m.a. tryggera, view, innbyggð og ný föll. Fjallað verður almennt um arkitektúr og töflustrúktur.
Seinni dagur
Fjallað verður um ferli landupplýsingavinnslu í PóstGIS og PóstGre, m.a. innlestur gagna, gæðatékk og breytingarsögu.Einnig verður farið í útlestur gagna og tengingar við annan hugbúnað t.d. QGIS og ArcGIS. Að lokum verður farið í flóknari fyrirspurnir í SQL.
Þátttakendur þurfa að hafa sótt fyrra námskeið LÍSU samtakanna í gagnagrunnsvinnslu eða hafa þekkingu á námsefni sem þar er farið í.
Fyrir undirbúning námskeiðsins er nauðsynlegt að fá upplýsingar um þekkingu væntanlegra þátttakenda á gagnagrunnsfræðum og landupplýsingavinnslu.
Leiðbeinandi er Tryggvi Hjörvar, gagnagrunnssérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Lágmarksfjöldi þátttakenda er 7 manns og hámark 12 manns.
Skráning: lisa@landupplysingar.is