Ráðstefna Landupplýsingar alls staðar tækifæri og möguleikar, 27. maí

27. maí 13:00-16:30
Hótel Cabin
Borgartún 32

 Sendið inn tillögur um erindi fyrir 15.maí !

Ráðstefna um nýjar leiðir í öflun og miðlun landupplýsinga verður haldin miðvikudaginn 27. maí á Cabin hótel kl. 13:00-16:30

Eins og á ráðstefnum um svipað efni undanfarin ár, verður núna fjallað um aukið aðgengi að kortagögnum og þá nýju möguleika og tækifæri sem felast í að ná í og vinna með landupplýsingar í dag með ýmis konar fjarbúnaði. Að þessu sinni beinum við augunum meðal annars að drónum og skoðum hvernig þeir eru notaðir við öflun gagna.

 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með erindi á ráðstefnunni, vinsamlegast sendið inn nafn á erindi og flytjanda á netfangið:  lisa@landupplysingar.is  fyrir 15. maí.