Erlent samstarf

Landupplýsingar eru í örri þróun og nauðsynlegt fyrir LÍSU samtökin að taka þátt í norrænu og evrópsku samstarfi til þess að fylgjast með þróun og framvindu mála er snerta fyrirkomulag, notkun og aðgengi að landupplýsingum. Erlend samstarf hefur til þessa skilað miklu, í heimsóknum erlendra fyrirlesara hingað og kynningum á tilskipunum, stefnumörkunum og samræmingarverkefnum. LÍSU samtökin fá þannig ómetanlegar upplýsingar sem eru leiðbeinandi fyrir stefnumótunarvinnu á sviði landupplýsinga hér á landi og hafa verið hafðar að leiðarljósi fyrir starf samtakanna og verið faglegur grunnur fyrir vinnunefndir og þeirra starf. Þá hafa erlendir samstarfsaðilar leitað eftir þátttöku samtakanna í miðlun upplýsinga um stöðu mála hér á landi á sviði landupplýsinga.
LÍSU samtökin eru aðilar að GI Norden sem er norrænn vettvangur landupplýsingasamtaka.

Liðnir viðburðir Erlent samstarf

Á stjórnarfundi GI Norden  Danmörku í ágúst 2015 var Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir framkvæmdastjóri LÍSU kjörinn formaður GI Norden og gengdu LÍSU samtökin formennsku fyrir GI Norden árið 2015-2017.  Ráðstefnan Business with Open Data var haldin í Svíþjóð í nóvember 2016.  Geodemographics workshop var haldið í maí 2017 i Danmörku. Haustráðstefna LÍSU 2017 var haldin með GI Norden og meginþemað var hættumat og almannavarnir.

Á heimasíðum norrænu “LÍSU samtakanna” er að finna upplýsingar um ráðstefnur og viðburði sem eru framundan hjá þeim

Frá stjórnarfundi GI Norden í Kaupmannahöfn ágúst 2016

Frá stjórnarfundi GI Norden í Kaupmannahöfn ágúst 2016, Susanne, Uli; Þorbjörg, LÍSA; Thomas, Geoforum Danmark; Sverre, Geoforum Norge; Teemu, ProGIS

Geoforum Danmark  Geoforum Norge  Geoforum Sverige  ProGIS Finnland

LatGIS and ESTGIS are observing members of GI Norden.

EUROGI - European Umbrella Organisation for Geographic Information

LÍSU samtökin hafa einnig aðild að EUROGI sem eru evrópsk regnhlífarsamtök fyrir landupplýsingar. Aðilar eru landssamtök um landupplýsingar og fagfélög á sviði landupplysinga. Í EUROGI fer fram stefnumótunarvinna og samráð á sviði landupplýsinga.  Þar er forgangsraðað áherslum í þróun landupplýsinga sem varða almannahag og góð dæmi sett fram um leiðir.

Þekkingar er þörf, Verkefnið GI N2K Lifelong learning  Fréttabréf 1  Fréttabréf 2

Fréttabréf 3   Fréttabréf 4  Fréttabréf 5

Erindi ÞKK frá menntaráðstefnu LÍSU maí 2017 um GI N2K