Nýtt útlit á heimasíðu

LÍSU samtökin uppfærðu útlit heimasíðunnar í sumar, þannig að það ætti að vera auðveldara
að finna nýjar upplýsingar hvort sem er í símanum eða tölvu.
Við munum hafa skráningarham á síðunni fyrir viðburði og þá er boðið uppá lokað svæði fyrir félagsmenn.
Á lokaða svæðinu eru upplýsingar um rekstur og innra starf, vinnunefndir og samráðsfundi.
Á opna svæðinu verða eins og áður áfram settar allar almennar tilkynningar og efni sem varðar alla notendur landupplýsinga.
Félagsmenn eru beðnir að skrái sig á síðunni LÍSU félagar” og fá þá sent aðgangsorð.
Heimasíðan er enn í vinnslu og verið að setja inn upplýsingar og gögn.