Alþjóðlegur GIS dagur haldinn 16. nóvember

Alþjóðlegi landupplýsingadagurinn, miðvikudaginn 16. nóvember.

Auglýst eftir örerindum!

Dagskráin hefst kl 14:00-16:00 í Öskju Háskóla Íslands með örkynningum og heimsókn í vinnustofu GIS nemenda.

Tilefnið er að vekja athygli á þeim fjölbreyttu og skemmtilegu möguleikum sem vinna með landupplýsingakerfi býður upp á.

Fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar sem hafa áhuga á að vera með í dagskrá dagsins, eru hvött til að hafa samband við skrifstofu LÍSU samtakanna og tilkynna þátttöku á netfangið lisa@landupplysingar.is  Því fyrr því betra!

Haldið verður upp á alþjóðlega landupplýsingadaginn víða um heim þann 16. nóvember nk.

Þetta er í þriðja skiptið sem haldið er uppá GIS daginn hér á landi. Hefur verið boðið upp á örkynningar í troðfullum fyrirlestrasal. Sú uppákoma var einnig skipulögð af LÍSU samtökunum í samstarfi við námsbraut í land- og ferðamálafræði, Háskóla Íslands.

GIS dagurinn 2016