Haustráðstefnu LÍSU er frestað til 25. nóvember

Í ljósi stöðunnar í veirumálum hefur verið ákveðið að fresta haustráðstefnu LÍSU sem vera átti 29. október til 25. nóvember.
Við viljum frekar stefna á að halda hefðbundna ráðstefnu þar sem gestir eru með á staðnum fremur en að halda ráðstefnuna í fjarfundi. Það er hefð fyrir miklum og góðum umræðum á þessum ráðstefnum og okkur langar að láta á það reyna með því að halda ráðstefnuna seinna.
Við verðum svo bara að vona að veiran verði til friðs og áform okkar þann 25.nóvember haldist.