Námskeið: Högun gagnagrunna

 

Haldið þriðjudaginn 15. maí í Háskóla Íslands  kl 13:00-16:30

  • Farið verður yfir grundvallaratriði í skipulagi og högun gagnagrunna, með áherslu á venslagagnagrunna og landupplýsingar
    Þátttakendur munu:
  • öðlast þekkingu á mismunandi gerðum, högun og tilgangi gagnagrunna
  • geta sett upp venslagagnagrunn og unnið með hann
  • tileinka sér góðar hönnunarreglur og vinnubrögð við           umsýslu gagnagrunna

Efni: Yfirlit yfir helstu gerðir gagnagrunna, notkun og tól, mismunandi hlutverk gagnagrunna og högun. Grunneiningar í venslagagnagrunnum, töflur, sýnir, gikkir, föll og vensl.
Skipulag gagna í gagnagrunni, réttileiki, breytingasaga, útgáfustýring og gagnagæði.
Samskipti við gagnagrunna og tenging við ytri kerfi. Geymsla, vinnsla og umsýsla landupplýsinga í gagnagrunnum. Æfingar og dæmi miðast við PostgreSQL.

Fyrir hverja: Námskeiðið er miðað að þeim sem eru að stíga fyrstu skref í notkun venslagagnagrunna, eða þurfa á víðari skilningi á skipulagi þeirra að halda. Þekking á SQL fyrirspurnum er kostur.

Nauðsynlegt er að þátttakendur taki með sér fartölvur á námskeiðið fyrir verklega kennslu. Nánari leiðbeiningar verða sendar út fyrir námskeiðið. Lágmarksfjöldi 8 manns og hámarksfjöldi 12 manns.

Leiðbeinandi: Tryggvi Hjörvar, gagnagrunnssérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Innifalið: kaffi, meðlæti og viðurkenningarskjal fyrir þátttöku og námskeiðsgögn.

Þátttökugjöld :   

LÍSU félagar                                 32.000 kr.
Aðrir                                              56.000 kr.
Nemar í HÍ                                   17.000 kr.
Utan vinnumarkaðar                 22.000 kr.

Athugið! 25% hækkun á þátttökugjöld eftir 4. maí !

Skráning á netfangið:  lisa@landupplysingar.is

Vinsamlegast sendið auglýsinguna áfram til annarra á ykkar vinnustað sem kynnu að hafa áhuga!