Haldin í salnum Sauðafelli á þriðju hæð Landbúnaðarháskólans, Árleyni 22, 112 Reykjavík frá kl. 14-15
Dagskrá
Venjubundin aðalfundastörf
Skýrsla stjórnar
Fundur hefst á því að Ólafía er kjörin fundarstjóri og fundaritari. Þórdís Sigurgestsdóttir formaður stjórnar LÍSU fer yfir starfsemi ársins. Þar er tæpt á áherslumálum liðins árs m.a. aukin áhersla á hlutverki landupplýsinga í innviðum ríkisins og Stafrænu Íslandi. Í því máli hefur ríkisstjórn Íslands hefur sett sér það markmið að árið 2020 verði stafræn samskipti megin samskiptaleið ríkisins við fyrirtæki og almenning og vísar það til þess að vinna sé hafin við að færa þjónustu opinberra aðila yfir í stafrænt umhverfi. Þá er í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga fyrir árin 2019-2023 fjallað sérstaklega um uppbyggingu miðlægrar þjónustugáttar og uppbyggingu stafrænna innviða. og fókus á landupplýsingamál hjá sveitafélögunum. Hún tæpir á þeim námskeiðum sem LÍSA hélt á árinu og sem LÍSA hélt í samstarfi við GI Norden en þar var einnig áhersla lögð á sveitarfélög. Þórdís segir ennfremur frá þeim ráðstefnum sem LÍSA hélt á árinu: vorráðstefna kom í staðinn fyrir haustráðstefnu 2020 og svo var haustráðstefnan haldin í nóvember. Á henni kom fram að margt hefur áunnist í því að gera ýmsar upplýsingar aðgengilegar í vefsjám hjá opinberum aðilum og er það vel, en betur má ef duga skal.
LÍSA bauð einnig tveimur sérfræðingum frá Danmörku og Finnlandi að koma og halda kynningu á ávinningi af aðgengi að opnum gögnum á Norðurlöndum. Sá fundur var vel sóttur af fulltrúum stjórnvalda og bindur LÍSA vonir til þess að framhald verði á þeim umræðum sem hófust þar. Nýr framkvæmdastjóri var ráðin í stað Þorbjargar Kjartansdóttur sem staðið hafði vaktina frá því samtökin voru stofnuð 1993.
Endurskoðaðir reikningar.
Jóhann gjaldkeri samtakanna fer yfir ársreikning samtakanna. Reikningur er borinn undir félagsmenn og samþykktur
Áherslur og starf LÍSU 2022.
Þórdís formaður fór yfir þær áherslur í starfinu á komandi ári. Sjá hér
Ákvörðun árgjalds
Ákveðið er að breyta ekki ársgjaldi samtakanna.
Kosning stjórnar.
Allir stjórnarmeðlimir gefa aftur kost á sér að Jóhanni undanskildum. Síðastliðið ár hefur stjórnin starfað með sex meðlimum og því vantaði tvo aðila til að bjóða sig fram. Emmanuel Pierre Pagneux frá LBHÍ bauð sig fram og var kosinn í stjórn en enn vantar einn stjórnarmeðlim. Því var ákveðið að halda auka-aðalfund innan skamms.
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
Hersir Gíslason og Geir Þórólfsson voru endurkjörnir skoðunarmenn reikninga.
Fundi slitið
LÍSA
Samtök um landupplýsingar
Árleyni 22
112 Reykjavík
s: 6997918
lisa@landupplysingar.is