Hafðu samband
Hafðu samband

Erlent samstarf

LÍSU samtökin vinna í nánu samstarfi við bæði norrænu landupplýsingasamtökin GINorden og evrópsku regnhlífasamtökin EUROGI. LÍSA tekur þátt í norrænu og evrópsku samstarfi til þess að fylgjast með þróun og framvindu mála er snerta fyrirkomulag, notkun og aðgengi að landupplýsingum. Erlend samstarf hefur til þessa skilað miklu, í heimsóknum erlendra fyrirlesara hingað og kynningum á tilskipunum, stefnumörkunum og samræmingarverkefnum. LÍSU samtökin fá þannig ómetanlegar upplýsingar sem eru leiðbeinandi fyrir stefnumótunarvinnu á sviði landupplýsinga hér á landi og hafa verið hafðar að leiðarljósi fyrir starf samtakanna og einnig þjónað sem faglegur grunnur fyrir vinnunefndir og þeirra starf. Þá hafa erlendir samstarfsaðilar leitað eftir þátttöku samtakanna í miðlun upplýsinga um stöðu mála hér á landi á sviði landupplýsinga.
11

GI Norden

Norrænu landupplýsingasamtökin

LÍSU samtökin eru aðilar að  GI Norden sem er norrænn vettvangur landupplýsingasamtaka. Þau halda meðal annars reglulega vefnámskeið fyrir meðlimi sína. 

Á heimasíðum GI Norden er að finna upplýsingar um ráðstefnur og viðburði sem  eru framundan hjá þeim:

Geoforum Danmark                       Geoforum Norge

Geoforum Sverige                           ProGIS Finnland

LatGIS and ESTGIS eru með aukaaðild að GI Norden

11

EUROGI

– European Umbrella Organisation for Geographic Information

 

 

LÍSU samtökin hafa  aðild að EUROGI
sem eru evrópsk regnhlífarsamtök
fyrir landupplýsingar.

Aðilar í þeim eru landssamtök um landupplýsingar og fagfélög á sviði landupplýsinga. Í EUROGI fer fram stefnumótunarvinna og samráð á sviði landupplýsinga. EUROGI samtökin starfa náið með ýmsum samtökum og stofnum á sviði landupplýsinga meðal annars Evrópusambandinu.  Þar er forgangsraðað áherslum í þróun landupplýsinga sem varða almannahag og bent á nauðsynlegar aðgerðir sem grípa þarf til.

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

DanishEnglishIcelandic